Samráð fyrirhugað 25.09.2018—09.10.2018
Til umsagnar 25.09.2018—09.10.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 09.10.2018
Niðurstöður birtar 22.02.2019

Drög að reglugerð um landverði

Mál nr. 139/2018 Birt: 25.09.2018 Síðast uppfært: 22.02.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Reglugerð um landverði hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, sjá https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=b049c93e-721c-4155-95ab-576417a0fb38

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 25.09.2018–09.10.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 22.02.2019.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um landverði.

Samkvæmt 80. gr. laga um náttúruvernd, nr. 60/2013, starfa landverðir á náttúruverndarsvæðum. Þeir annast daglegan rekstur og umsjón, sinna fræðslu og fara með eftirlit. Í 2. mgr. segir að ráðherra setji í reglugerð nánari ákvæði um menntun og starfsskyldur þeirra sem starfa á náttúruverndarsvæðum.

Í reglugerðinni er meðal annars kveðið á um nám og endurmenntun landvarða, ráðningar í störf landvarða, hlutverk, starfsskyldur og valdheimildir þeirra . Reglugerðin kemur í stað eldri reglugerðar nr. 61/1990 um landverði.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Torfi Stefán Jónsson - 08.10.2018

Umsögn þjóðgarðsins á Þingvöllum er að finna í pdf skjali í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Umhverfisstofnun - 09.10.2018

Hjálögð er umsögn Umhverfisstofnunar er varðar drög að reglugerð um landverði.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Sigrún Sigurgeirsdóttir - 09.10.2018

Góðan dag.

Eins og segir í reglugerðinni þá hafa umsækendur með landvarðaréttindi forgang í störf. Ef fyrri reynsla vinnuveitanda af starfsmanni gefur tilefni til að efast um hæfni viðkomandi starfsmanns í hið auglýsta starf, þá verður vinnuveitandi að geta neitað umsækjanda um starfið þó landvarðaréttindi séu til staðar. - Sem betur fer eru afar margir hæfir landverðir að störfum um allt land, en námskeiðið eitt og sér er ekki trygging fyrir hæfni. Skilyrði fyrir ráðningu (og forgangs umfram þá sem ekki hafa réttindi) hljóta líka að vera þau að starfsmaður uppfylli þær hæfniskröfur sem gerðar eru.

Afrita slóð á umsögn

#4 Landvarðafélag Íslands - 09.10.2018

Umsögn Landvarðafélags Íslands

Viðhengi