Samráð fyrirhugað 13.05.2019—20.05.2019
Til umsagnar 13.05.2019—20.05.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 20.05.2019
Niðurstöður birtar

Frumvarp um búsetuskilyrði í almannatryggingum

Mál nr. S-131/2019 Birt: 13.05.2019 Síðast uppfært: 23.05.2019
  • Félagsmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (13.05.2019–20.05.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Drög að frumvarpi um breytingu á almannatryggingalögum varðandi rétt til örorkulífeyris. Kveðið er á um að réttindi á grundvelli framtíðarbúsetutímabila skuli vera í sama hlutfalli og raunveruleg búseta.

Meðfylgjandi eru drög að frumvarpi um breytingar á lögum um almannatryggingar. Drögin eru samin í kjölfar álits umboðsmanns Alþings um ákvörðun réttinda til örorkulífeyris að teknu tilliti til búsetu og réttindaávinnslu erlendis sem og að teknu tillit til almannatryggingaákvæða samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og Norðurlandasamningsins um almannatryggingar. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að réttur til örorkulífeyris skuli ávallt ákvarðaður í sama hlutfalli og áunnin réttindi samkvæmt raunverulegri búsetu á Íslandi fram til þess tíma að réttur til örorkulífeyris er ákvarðaður, einnig þegar um er að ræða veitingu örorkulífeyris á grundvelli ætlaðra tímabila til framtíðar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Rúnar Helgi Haraldsson - 20.05.2019

Umsögnina er að finna í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 20.05.2019

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um ofangreind frumvarpsdrög. Sambandið gerir athugasemd við skamman umsagnarfrest um svo flókið málefni og kallar eftir frekara samráði um efnisatriði frumvarpsins.

F.h. sambandsins,

Guðjón Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Geirdís Hanna Kristjánsdóttir - 20.05.2019

Umsögn er í meðfylgjandi viðhengi

Viðhengi