Samráð fyrirhugað 17.05.2019—26.05.2019
Til umsagnar 17.05.2019—26.05.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 26.05.2019
Niðurstöður birtar 27.06.2019

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012, um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan EES, m.áo.br.

Mál nr. 133/2019 Birt: 17.05.2019 Síðast uppfært: 27.06.2019
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Engar athugasemdir bárust við drögin og var endanleg reglugerð birt í B-deild Stjórnartíðinda 24. júní 2019.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 17.05.2019–26.05.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 27.06.2019.

Málsefni

Reglugerðardrögin eru ætluð til innleiðingar á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1979 um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma í Sambandinu.

Með drögunum er lagt til að innleidd verði hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2018/1979 frá 13. desember 2018 um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma í Sambandinu og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2311, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 37, 9. maí 2019, bls. 5, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 86/2019 frá 29. mars 2019.

Um ræðir framkvæmdarreglugerð sem endurnýjuð er árlega af hálfu framkvæmdastjórnar ESB, með vísan til fyrri breytinga á stofnreglugerðinni íslensku, nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins, með reglugerðum nr. 558/2016, 528/2017 og 1157/2018.

Með gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2015/2120, um ráðstafanir varðandi opinn netaðgang, var kveðið á um að reikigjöld skyldu byggja á heimaverðskrá. Væri einstakur viðskiptavinur með mikla reikinotkun var hins vegar gert ráð fyrir því að fjarskiptafyrirtæki gætu lagt tiltekið álag á einingarverð reikisímtala slíks viðskiptavinar vegna þeirra símtala sem væru umfram eðlilega notkun. Þetta álag skyldi miða við tilteknar reikniforsendur, þ.e. vegið meðaltal á lúkningargjöldum í farsímanetum innan EES svæðisins samkvæmt ákveðnum forsendum. Í reglugerðinni var framkvæmdastjórn ESB falið að reikna út þetta álag árlega, að fenginni umsögn frá BEREC (evrópsks hóps eftirlitsaðila á sviði fjarskipta). Framkvæmdarreglugerð framkvæmdarstjórnarinnar (ESB) nr. 2018/1979 er niðurstaða útreiknings framkvæmdastjórnarinnar á vegnu meðaltali á hámarks lúkningargjöld fyrir reikisímtöl sem skal gilda fyrir árið 2019.

Reglugerðardrögin fela ekki í sér efnislegar breytingar að öðru leyti á reglugerð nr. 1174/2012, með áorðnum breytingum.

Tengd mál