Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.–27.5.2019

2

Í vinnslu

  • 28.5.–10.7.2019

3

Samráði lokið

  • 11.7.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-134/2019

Birt: 20.5.2019

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að reglugerð um úthlutun veiðiheimilda í grálúðu og gullkarfa vegna tvíhliða fiskveiðisamnings Íslands og Grænlands á fiskveiðiárinu 2019/2020.

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust á samráðsgáttinni. Þar sem ekki er búið að semja við Grænland er ekki þörf á að gefa út reglugerðina.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um úthlutun veiðiheimilda í grálúðu og gullkarfa vegna tvíhliða fiskveiðisamnings Íslands og Grænlands á fiskveiðiárinu 2019/2020.

Nánari upplýsingar

Íslendingar og Grænlendingar hafa gert með sér fiskveiðisamning þar sem samið er um skiptingu á afla í grálúðu og gullkarfa sem tekur mið af ráðlögðum heildarafla Alþjóðlegu hafrannsóknarstofnunarinnar. Þrátt fyrir að tegundirnar séu deilistofn í skilningi laga nr. 151/1996, um veiðar utan lögsögu Íslands þá hefur farið um veiðarnar eftir lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og reglugerð um veiðar í atvinnuskyni.

Ákvæði 11. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða tekur alla jafna ekki til deilistofna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 151/1996, um veiðar utan lögsögu Íslands. Ákvæðið tekur til framsals, flutnings á aflamarki auk tegundatilfærslna. Framangreindar aðgerðir geta leitt til þess veiði getur orðið meiri en heimilt er samkvæmt samningi við aðrar þjóðir. Ráðuneytið telur því að um þessar tegundir skuli fara eins og um aðra deilistofna, þ.e. að undanskilja ákvæði 11. gr. laganna.

Í reglugerðardrögunum er lagt til að fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs 2019/2020 verði gefin út reglugerð sem kveði á um úthlutun aflamarks og veiðar í grálúðu og gullkarfa. Í drögunum er lagt til að ákvæði 11. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, gildi ekki um aflamark sem gefið er út á grundvelli reglugerðarinnar, utan 8. mgr. ákvæðisins. Að öðru leyti munu lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og reglugerð um veiðar í atvinnuskyni 2019/2020 gilda um veiðarnar.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is