Samráð fyrirhugað 23.05.2019—30.06.2019
Til umsagnar 23.05.2019—30.06.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 30.06.2019
Niðurstöður birtar

Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Mál nr. S-135/2019 Birt: 22.05.2019 Síðast uppfært: 23.05.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 23.05.2019–30.06.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum um textadrög þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands um: skilgreiningu marka þjóðgarðsins, áherslur um skiptingu landsvæða í verndarflokka, umfjöllun um aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar.

Þverpólitísk nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu var skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra í apríl 2018 í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landsvæða innan hans í verndarflokka. Þá er henni ætlað að fjalla um hugsanlegar aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar, svæðisskiptingu og rekstrarsvæði og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf. Jafnframt er henni ætlað að gera tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlunum og atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn og leggja fram drög að lagafrumvarpi um hann, þar sem m.a. er tekin afstaða til stjórnskipulags þjóðgarðsins. Loks skal nefndin setja fram áætlun um fjármögnun fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.

Verklag nefndar er þannig að hún vinnur textadrög/tillögur fyrir hvern verkþátt, verkþættir verða svo settir í samráðsgáttina þar sem óskað verður eftir athugasemdum. Athugasemdir sem berast verða teknar til skoðunar hjá nefnd og verkþáttur/þættir í kjölfarið kláraðir. Þegar allir verkþættir hafa farið í gegnum sama ferli verða þeir settir saman í heildarskýrslu sem einnig verður sett í samráðsgáttina. Í kjölfar þess mun nefnd skila skýrslunni til umhverfis- og auðlindaráðherra. Ráðgert er að skil fari fram í september 2019.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.