Niðurstöður samráðs hafa verið birtar í lokaskýrslu þverpólitískrar nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Nánari upplýsingar má finna í niðurstöðuskjali og á heimasíðu nefndarinnar á vef Stjórnarráðsins.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 23.05.2019–13.08.2019.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 05.12.2019.
Óskað er eftir umsögnum um textadrög þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands um: skilgreiningu marka þjóðgarðsins, áherslur um skiptingu landsvæða í verndarflokka, umfjöllun um aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar.
Þverpólitísk nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu var skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra í apríl 2018 í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landsvæða innan hans í verndarflokka. Þá er henni ætlað að fjalla um hugsanlegar aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar, svæðisskiptingu og rekstrarsvæði og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf. Jafnframt er henni ætlað að gera tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlunum og atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn og leggja fram drög að lagafrumvarpi um hann, þar sem m.a. er tekin afstaða til stjórnskipulags þjóðgarðsins. Loks skal nefndin setja fram áætlun um fjármögnun fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Verklag nefndar er þannig að hún vinnur textadrög/tillögur fyrir hvern verkþátt, verkþættir verða svo settir í samráðsgáttina þar sem óskað verður eftir athugasemdum. Athugasemdir sem berast verða teknar til skoðunar hjá nefnd og verkþáttur/þættir í kjölfarið kláraðir. Þegar allir verkþættir hafa farið í gegnum sama ferli verða þeir settir saman í heildarskýrslu sem einnig verður sett í samráðsgáttina. Í kjölfar þess mun nefnd skila skýrslunni til umhverfis- og auðlindaráðherra. Ráðgert er að skil fari fram í september 2019.
14. Mörk Miðhálendisþjóðgarðs: Samráðsgátt.
Oddviti kynnti drög að tillögum sem liggja fyrir í samráðsgátt stjórnvalda um skilgreiningu marka þjóðgarðs, áherslur um skiptingu landsvæða í verndarflokka og umfjöllun um aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðar.
Sveitarstjórn telur að ef til Miðhálendisþjóðgarðs verði stofnað tekur hún undir tillögu nefndarinnar að mörk þjóðgarðsins verði miðuð við þjóðlendumörk.
Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um textadrögin.
F.h. sambandsins
Guðjón Bragason
ViðhengiKomiði sæl,
meðfylgjandi er umsögn Landsvirkjunar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi, mál nr. S-135/2019.
Kær kveðja,
Brynhildur Magnúsdóttir
ViðhengiUmsögn fyrir Hrafnabjargavirkjun hf. kt. 430205-0210
ViðhengiVinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi.
ViðhengiHjálögð er umsögn Samorku,
Kveðja, Baldur Dýrfjörð
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, staðfest af stjórn þjóðgarðsins.
Með kveðju,
Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir
Þjóðgarðsvörður - norðursvæði hálendi
Hraunvegi 8
660 Mývatn
ViðhengiUmsögn fylgir í meðfylgjandi bréfi til þingnefndarinnar og fylgiskjölum með því.
Þar sem einungis er hægt að senda fimm skjöl verðum við að sleppa einu fylgiskjali.
Vinsamlegast kallið eftir því, sé þess óskað.
Fyrir hönd stjórnar Verndarfélags Svartár og Suðurár,
Baldur Sigurðsson
ritari
Viðhengi Viðhengi Viðhengi Viðhengi ViðhengiAf hverju þarf a'ð friða svona stórt svæði ? Það eru varla nema 4-6000 manns sem eru að flakka um hálendið (fyrir utan ferðamenn...) og mér finnst að það eigi ekki að vera nóg að þeir geti sett svona kröfu framm. Munum hvað gerðist þegar varnaliðið var látið loka sjónvarpsstöðinu v/ 11 manna !!!
Er ekkert á móti að landið sé friðað, en það á að gera þetta gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu,og þá að það sé skilyrði að einhver ákveðin prósenta kjósi ( 30-35 %)
Ekki að það kjósi 10 þús manns og 5500 ráði ! ( munum flugvallakosninguna !
Hjálögð er umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags 31. júlí 2019
ViðhengiTillögur um þjóðgarðsstofnun og umfang þjóðgarðs hvíla ekki á augljósum rökum þegar litið er til byggðaþróunar til framtíðar og þjóðhagslegra hagsmuna. Sjónarmið byggð á markmiðum náttúruverndarlaga mæta jafnvel afgangi í þeim tillögum sem komnar eru fram. Hugmyndir um að leggja svo til allar þjóðlendur inn í miðhálendisþjóðgarð fela í sér nýtt skref til aukinnar miðstýringar á landnýtingu á Íslandi.
Sjá fylgiskjal
ViðhengiHjálögð er umsögn stjórnar Samtaka sveitarfélga á Norðurlandi vestra.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn sveitarfélagsins Rangárþings eystra
F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Sveitarstjóri
ViðhengiSé enga ástæðu til að stofna til þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Það eru engin rök eða þörf sem eru að baki þessum tillögum, fyrst og fremst þarf að fara fram vitræn umræða um tilgang þess að gera svona stóran hlut landsins að þjóðgarði.
Meðfylgjandi er umsögn Landsnets vegna máls nr. S-135/2019.
ViðhengiBændasamtökin ítreka fyrri umsögn sem skilað var í samráðsgátt þann 30. apríl sl. um að nauðsynlegt sé að ná sátt um stofnun miðhálendisþjóðgarðs yfirleitt áður en sú tillaga er útfærð í smáatriðum. Af þeim sökum fylgir hér fyrri umsögn en ekki er fjallað efnislega um textadrögin sem hér eru til umsagnar.
ViðhengiUmsögn um samráðsskjal S-135/2019 - Skilgreining á mörkum miðhálendisþjóðgarðs, skiptingu í verndarflokka o.fl.
Umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um textadrög þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands um skilgreiningu marka þjóðgarðsins, áherslur um skiptingu landsvæða í verndarflokka, umfjöllun um aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar. Sjá tilkynningu í samráðsgátt Stjórnarráðsins frá 22. maí sl. um verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í umsögninni er annars vegar fjallað almennt um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, hins vegar er fjallað um mörk þjóðgarðs, skiptingu í verndarflokka, aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar.
Almennt um stofnun miðhálendisþjóðgarðs:
Af hálfu Bláskógabyggðar eru ítrekaðar fyrri athugasemdir þess efnis að ekki hefur farið fram grunnvinna sem sveitarfélagið telur algerlega nauðsynlegan undanfara að vinnu þverpólitísku nefndarinnar sem vinnur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, þ.e. varðandi það að meta kosti og galla þess að ráðast í það verkefni að stofna þjóðgarð á miðhálendi Íslands.
Sveitarstjórn tekur undir öll eftirfarandi áhersluatriði sem Húnavatnshreppur tiltekur í umsögn sinni:
A. Ekki hefur verið tekið til umfjöllunar og tekið upp samráð á vegum lýðræðislega kjörinna fulltrúa um kosti og galla þjóðgarðsstofnunar m.a. með tilliti til annarra friðunar- og verndarheimilda, sbr. t.d. nýleg náttúruverndarlög og heimildir til hverfisverndar samkvæmt skipulagsáætlunum.
B. Umfjöllun og skýringar um þýðingu alþjóðlegra viðmiða um þjóðgarða hefur ekki komið fram. Lýsingar á heimildum til annarra notkunar svæða en fellur undir kjarnasvæðis þjóðgarðs og kröfur um lágmarksumfang slíks svæðis er því óáreiðanleg til að byggja á ákvarðanatöku sveitarfélaga.
C. Ljóst er að stofnun þjóðgarðs felur í sér verulega takmörkun á skipulagsvaldi sveitarfélaga og þar með forræði sveitarstjórna á að marka stefnu um þróun byggðar og landnotkunar í sveitarfélagi.
D. Stofnun þjóðgarðs takmarkar ráðstöfunarheimildir sveitarfélaga yfir þjóðlendum og heimildir til að afla tekna vegna starfsemi í þjóðlendum, sem sveitarfélög geta nýtt í þágu þjóðlenda innan sveitarfélagamarka.
E. Ófyrirséðar breytingar geta orðið á lagalegri umgjörð um þjóðgarð og stjórnunar- og verndaráætlun í framtíðinni, sbr. t.d. breytingar sem raskað hafa forsendum sem til staðar voru við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.
F. Nýting afréttareignar innan þjóðgarðs, sem og önnur starfssemi, verður háð stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðs.
G. Aðkoma sveitarfélags að stjórn þjóðgarðs verður óveruleg.
Mörk miðhálendisþjóðgarðs:
Sveitarstjórn leggst gegn því að landsvæði innan marka sveitarfélagsins verði felld undir miðhálendisþjóðgarð. Fer sveitarstjórn fram á að í því tilviki að ekki verði tekið tillit til andmæla hennar verði teknar upp samningaviðræður við sveitarfélagið í þeim tilgangi að skilgreina mörk miðhálendisþjóðgarðs innan marka þess.
Sveitarstjórn telur rétt að ákvörðun um mörk þjóðgarðs byggi á faglegu mati sem byggt verði á eiginleikum svæða, en ekki verði horft eingöngu til eignarhalds og umráðaréttar yfir landi. Þá tekur sveitarstjórn undir ábendingu Húnavatnshrepps þar sem fram kemur að stofnun þjóðgarðs, sem aðallega væri byggð á eignarréttarlegum atriðum, yrði þannig forsenda takmörkunar á skipulagsvaldi sveitarfélaga. Vandséð er að hægt sé að rökstyðja það að eðlilegt sé að takmarka skipulagsvald sveitarfélaga út frá þáttum sem snúa að eignarhaldi eða umráðum lands. Verður því að koma til fagleg skoðun út frá sjónarmiðum náttúruverndar og inntaks aðalskipulags sveitarfélaga, þar sem ákvæði kunna að vera um hverfisvernd, landnotkun er skilgreind og settar takmarkanir útfrá forsendum sem varða m.a. vernd náttúru.
Skipting í verndarflokka:
Sveitarstjórn leggur áherslu á að vanda þarf til verka við skiptingu í verndarflokka þar sem horft verði til verndarmarkmiða svæða og að hafa verði samráð við alla hagsmunaaðila við þá vinnu, sem væntanlega verður unnin sem hluti af gerð stjórnunar- og verndunaráætlun fyrirhugaðs þjóðgarðs.
Aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar:
Bláskógabyggð bendir á að sumar þjónustugáttir eru nokkuð langt frá hinum fyrirhugaða þjóðgarði. Telur sveitarstjórn eðlilegra að gáttirnar verði sem næst þjóðgarði. Verði af stofnun þjóðgarðs leggst sveitarstjórn ekki gegn staðsetningu þjónustugáttar á svæðinu við Gullfoss. Sveitarstjórn telur að þjónustugátt við Þingvelli væri of langt frá hinum fyrirhugaða þjóðgarði.
Ferli málsins:
Sveitarstjórn þakkar það samráð sem viðhaft hefur verið og fundi fulltrúa í nefndinni með sveitarstjórn. Sveitarstjórn hefði þó gjarnan viljað hitta fleiri nefndarmenn á samráðsfundum. Gott hefði verið að eiga beint og milliliðalaust samtal við sem allra flesta nefndarmenn.
Meðfylgjandi er umsögn byggðarráðs Húnaþings vestra.
Kveðja,
Guðný Hrund Karlsdóttir
ViðhengiUndirritaður nýtir sér hér með rétt til að senda inn umsögn
Páll g
ViðhengiUmsögn sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps
ViðhengiSæl og blessuð
Hjálagt sendist umsögn stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um textadrögin.
Gangi ykkur vel.
Ingibjörg Smáradóttir
ViðhengiMeðfylgjandi viðhengi er umsögn stjórnar Landvarðafélags Íslands um mörk, verndunarflokka, aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar.
ViðhengiUmsögn Veðurstofu Íslands má finna í viðhengi.
ViðhengiHjálagt er umsögn sveitarstjórnar Skútustaðahrepps.
Kveðja
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri
ViðhengiUmhverfis- og auðlindaráðuneyti
Skuggasund 1
101 Reykjavík
Umsögn stjórnar Landeigenda Reykjahlíðar ehf. varðandi drög að tillögum ráðherraskipaðrar nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Vísað er til máls nr. s-135/2019 í Samráðasgátt þar sem óskað er eftir umsögn um tiltekin drög nendar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Í 5 tölulið á bls. 5 og efst á bls. 7 í drögum þessum segir að nefndin telji ekki forsendur til að leggja til að eignarlönd einstaklinga, sveitarfélaga eða annarra lögaðila falli undir þjóðgarðinn enda þótt þau eignarlönd komi til með að verða innan ytri marka hins væntanlega þjóðgarðs, nema eigendur þeirra landareigna óski eftir því sérstaklega.
Stjórn Landeigenda Reykjahlíðar ehf. telur ljóst að þó að mörk hins fyrirhugaða þjóðgarðs nái ekki með beinum hætti inn á land Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi, muni hinn væntanlegi miðhálendisþjóðgarður umhverfis Reykjahlíðarland hafa neikvæð áhrif á nýtingu þeirra landareigna með einum eða örðum hætti.
Þessum hugmyndum nefndarinnar er því eindregið andmælt.
Reykjahlíð 13. ágúst 2019
Guðrún M. Valgeirsdóttir
form. stjórnar L.R. ehf.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki með nokkrum hætti að senda undrirskrifaða umsögn sem viðhengi að því er virðist vegna uppfærslu á einhverju kerfi?
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar. Sjá viðhengi.
ViðhengiGóðan dag
Í viðhengi er umsögn SUNN - samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi um mál nr. S-135/2019.
Gangi ykkur vel með áframhaldið,
kveðja góð
Harpa Barkardóttir
ViðhengiÁgæti viðtakandi,
Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.
Bestu kveðjur
F.h. SAF
Gunnar Valur Sveinsson
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Ungra umhverfissinna, dags. 13.08.2019.
ViðhengiÁgæti viðtakandi.
Hér í viðhengi er Umsögn um textadrög þverpólitískrar nefndar um stofnum mihálendis þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Ekki fylgir með umboð þar sem það á að lyggja fyrir hjá ráðuneytinu nú þegar frá fyrri málum þar sem ég hef sent inn aður fyrir hönd Ferðaklúbbsins 4x4. En ef það þarf aftur þá enilega látið mig vita.
Gott væri að fá staðfestingu á móttöku umsóknarinnar .
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður Ferðaklúbbsins 4x4
ViðhengiSjá umsögn í viðhengi.
F.h. Náttúruverndarsamtaka Íslands
Árni Finnsson
ViðhengiÁ samráðsgátt stjórnvalda er óskað eftir umsögnum um textadrög þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands um: skilgreiningu marka þjóðgarðsins, áherslur um skiptingu landsvæða í verndarflokka, umfjöllun um aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar. Málið er merkt S-135/2019. Hér fylgir umsögn byggðarráðs Rangárþings ytra um textadrögin.
Byggðarráð Rangárþings ytra telur að textadrög nefndarinnar séu að mörgu leyti sett fram með skýrum hætti og vel unnin. Þá er einnig til fyrirmyndar að nefndin hefur boðið upp á kynningar- og umræðufundi um málefnið víða um land þar sem m.a. sveitarstjórnarfólk hefur getað komið skoðunum sínum og spurningum á framfæri. Byggðarráð Rangárþings ytra gerir því ekki beinar athugasemdir við textadrögin á þessu stigi. Hins vegar er það mat byggðarráðs Rangárþings ytra að almennt sé ekki nægjanleg samstaða um að stofnað skuli yfir höfuð til þjóðgarðs sem nær yfir allt miðhálendi Íslands. Það sé því enn nokkuð í land að samhljómur sé hjá landsmönnum um slíka aðgerð og greina þurfi betur hverju slíkur allsherjar þjóðgarður fyrir stóran hluta Íslands skili þjóðinni. Það eru því tilmæli byggðarráðs Rangárþings ytra að sú grundvallar umræða verði tekin áður en lengra verður haldið.
Sjá umsögn í viðhengi.
Jóna Björk Jónsdóttir
Viðhengi