Samráð fyrirhugað 24.05.2019—07.06.2019
Til umsagnar 24.05.2019—07.06.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 07.06.2019
Niðurstöður birtar 12.08.2021

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 124/2015 um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti

Mál nr. 136/2019 Birt: 24.05.2019 Síðast uppfært: 12.08.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Að loknu samráði var reglugerð nr. 1084/2019 um (3.) breytingu á reglugerð nr. 124/2015 um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti birt í B-deild Stjórnartíðinda 6. desember 2019.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 24.05.2019–07.06.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 12.08.2021.

Málsefni

Drög að breytingu á reglugerð um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti sem felur í sér bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi frá og með 1. janúar 2020.

Fyrirhugaðar breytingar taka til reglugerðar nr. 124/2015 um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti. Leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti sem notað er innan landhelgi Íslands og innsævis verður lækkað úr 3,5% niður í 0,1% hinn 1. janúar 2020. Sama dag taka einnig þær breytingar gildi að innan mengunarlögsögunnar en utan landhelginnar, mun leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti lækka niður í 0,5%. Það er í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands samkvæmt viðauka VI í MARPOL-samningnum sem Ísland fullgilti í febrúar 2018.

Með breytingunum verður leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti á Íslandi 0,1% innan landhelginnar og á innsævi, þ.e. einnig í fjörðum og flóum. Þegar komið er lengra út á sjó og út fyrir landhelgina má brennisteinsinnihaldið hins vegar ekki vera meira en 0,5%. Til samanburðar var brennisteinsinnihald í svartolíu sem var markaðssett hér á landi árið 2017 á bilinu 0,64-1,94%, en meðaltalið á heimsvísu var samkvæmt gögnum frá Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO) 2,59%.

Þær breytingar sem lagt er til að verði gerðar munu leiða til þess að sambærilegar kröfur munu gilda um brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti í íslenskri landhelgi og nú gilda á svokölluðum ECA-svæðum í Eystrasalti og Norðursjó (e. Emission Control Areas). Þetta hefur í för með sér að notkun svartolíu í landhelgi Íslands er útilokuð nema notaðar séu viðurkenndar aðferðir til að draga úr losun brennisteinsdíoxíðs.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Gísli Gíslason - 24.05.2019

F.h. Faxaflóahafna sf. er tekið undir meginefni og tilgang reglugerðarbreytingarinnar með vísan til bréfs Faxaflóahafna sf. til umhverfisráðherra, sem er í viðhengi.

Um næstu skref sem eru mikilvæg og snúa að háspennutengingum í höfnum þá er kallað eftir samræmdu átaki ríkis og hafna um með hvað hætti mögulegt er að taka næstu skref í þeim efnum á grundvelli aðgerðaráætlunar sem atvinnuvega- og nýsköpumnarráðuneytið lét vinna og er einnig meðhangandi.

Á fundi Hafnasambands Íslands þann 15. maí s.l. var meðal annars eftirfarandi samþykkt: "Lögð fram skýrsla um aðgerðaráætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum - með áherslu á raftengingar til skipa í höfn, dags. í nóvember 2018. Samþykkt að senda eftirfarandi bókun á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, umhverfisráðuneytið

og Umhverfisstofnun: Stjórn Hafnasambands Íslands leggur áherslu á að áætluninni verði hrint í

framkvæmd og að gert verði ráð fyrir fjármagni til þess að greiða fyrir framgangi hennar."

Kveðja

Gísli Gíslason,

hafnarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Benedikt Sveinbj. Benediktsson - 07.06.2019

Meðfylgjandi er umsögn SA og SVÞ um reglugerðardrögin.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Árni Finnsson - 07.06.2019

Sjá umsögn um drög að breytingu á reglugerð til laga um breytingu á reglugerð nr. 124/2015 um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti.

F.h. Náttúruverndarsamtaka Íslands

Árni Finnsson.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Sveinn Atli Gunnarsson - 12.06.2019

Fyrst ber að nefna að þessi breyting er skref í rétta átt, enda hefur breytingin áhrif á magn brennisteins og sótmengunar frá skipum í landhelgi Íslands, en þessi breyting er ekki bann við notkun svartolíu, eins og hefur verið látið í veðri vaka. Það verður enn hægt að brenna svartolíu og bæði Samskip og Eimskip hyggjast hreinsa útblástur frá svartolíu með aðferðum sem gert er ráð fyrir í reglugerðinni, eða eins og kemur fram í fréttatilkynningu:

„Þessar breytingar útiloka í raun brennslu svartolíu, þar sem hún hefur í langflestum tilvikum hærra brennisteinsinnihald en þetta. Þó geta skip áfram brennt svartolíu ef þau nota viðurkenndar hreinsunaraðferðir til að draga úr losun brennisteinsdíoxíðs en þá er að mestu leyti komið í veg fyrir losun brennisteins út í andrúmsloftið og þá sótmengun sem verður vegna notkunar svartolíunnar.“

Það má nefna nokkur atriði sem styðja algjört svartolíubann. Algjört svartolíubann myndi koma í veg fyrir mengunaráhættu frá skipum sem lenda í sjóslysum, enda er erfitt ef ekki nánast útilokað að hreinsa svartolíu sem lendir í sjó við sjóslys. Með því að halda áfram að nota svartolíu en aðeins hreinsa mengunina (sót- og brennisteinsmengun) þá kemur það ekki í veg fyrir slíka mengun algjörlega, þó vissulega yrði hún minni. Það er heiðarlegast að banna einfaldlega notkun svartolíu til að sleppa við mengunina. Ísland hefur þar að auki stutt bann við notkun svartolíu á alþjóðavettvangi og þess vegna ætti Ísland einfaldlega að taka skrefið til fulls og banna notkun svartolíu algjörlega í landhelgi Íslands. Besta leiðin til að koma í veg fyrir mengun frá brennslu og annarri notkun svartolíu er að banna algjörlega notkun svartolíu í landhelginni.

Afrita slóð á umsögn

#5 Umhverfisstofnun - 14.06.2019

Viðhengi