Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.5.–4.6.2019

2

Í vinnslu

  • 5.6.2019–25.3.2020

3

Samráði lokið

  • 26.3.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-138/2019

Birt: 28.5.2019

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995

Niðurstöður

Engin umsögn barst um reglugerðina. Reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra, nr. 289/1995, með síðari breytingum, var birt í Stjórnartíðindum 6. júní 2019.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995.

Nánari upplýsingar

Fyrirhuguð breyting á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995 felur í sér að nýju umferðarmerki verði bætt við 13. gr. reglugerðarinnar sem fjallar um vegvísa.

Umrætt merki megi nota til að gefa til kynna að umferð á vegi sem merkið er við fari um ferðamannaleið sem tengir saman áhugaverða áfangastaði sem hafa sögulegt, menningarlegt eða fagurfræðilegt gildi. Á ferðamannaleið skuli vera að finna lágmarksþjónustu sem tekur mið af þörfum ferðamanna.

Merkið sem lagt er til að bætist við reglugerðina er rétthyrndur ferhyrningur, 500 mm á breidd og 600 mm á hæð, með merki viðkomandi ferðamannaleiðar á hvítum grunni og brúnum ramma.

Opið er fyrir umsagnir til og með 4. júní 2019.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

srn@srn.is