Samráð fyrirhugað 28.05.2019—04.06.2019
Til umsagnar 28.05.2019—04.06.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 04.06.2019
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995

Mál nr. 138/2019 Birt: 28.05.2019
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (28.05.2019–04.06.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995.

Fyrirhuguð breyting á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995 felur í sér að nýju umferðarmerki verði bætt við 13. gr. reglugerðarinnar sem fjallar um vegvísa.

Umrætt merki megi nota til að gefa til kynna að umferð á vegi sem merkið er við fari um ferðamannaleið sem tengir saman áhugaverða áfangastaði sem hafa sögulegt, menningarlegt eða fagurfræðilegt gildi. Á ferðamannaleið skuli vera að finna lágmarksþjónustu sem tekur mið af þörfum ferðamanna.

Merkið sem lagt er til að bætist við reglugerðina er rétthyrndur ferhyrningur, 500 mm á breidd og 600 mm á hæð, með merki viðkomandi ferðamannaleiðar á hvítum grunni og brúnum ramma.

Opið er fyrir umsagnir til og með 4. júní 2019.