Samráð fyrirhugað 06.06.2019—20.06.2019
Til umsagnar 06.06.2019—20.06.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 20.06.2019
Niðurstöður birtar

Reglugerð um áreiðanleikakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Mál nr. S-140/2019 Birt: 06.06.2019
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Almanna- og réttaröryggi

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (06.06.2019–20.06.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Um er að ræða drög að reglugerð um áreiðanleikakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 56. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Dómsmálaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um áreiðanleikakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem verður sett með stoð í 56. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Reglugerðin, sem er nýmæli í íslensku lagaumhverfi, fjallar m.a. um:

- upphafsaðgerðir vegna könnunar á áreiðanleika

- staðfestingu á upplýsingum vegna áreiðanleikakönnunar

- áhættuflokkun viðskiptamanna

- aukna áreiðanleikakönnun

- einfaldaða áreiðanleikakönnun

- reglubundið eftirlit

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 20. júní 2019 í samráðsgátt https://samradsgatt.island.is/.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök fjármálafyrirtækja - 20.06.2019

Umsögn SFF um drög að reglugerð um áreiðanleikakönnun 2019 06 20

Viðhengi