Samráð fyrirhugað 07.06.2019—24.06.2019
Til umsagnar 07.06.2019—24.06.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 24.06.2019
Niðurstöður birtar

Breytingar á reglugerðum varðandi baðstaði í náttúrunni

Mál nr. S-141/2019 Birt: 07.06.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 07.06.2019–24.06.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Breytingar á reglugerðum varðandi veitingaþjónustu á baðstöðum sem heyra undir reglugerð nr. 460/2015 um baðstaði í náttúrunni.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á reglugerðum um baðstaði í náttúrunni og um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Breytingarnar á reglugerð um baðstaði í náttúrunni varða veitingaþjónustu á baðstöðum, svo sem í afþreyingarlaugum. Baðstaðir í náttúrunni, eins og t.d. Bláa lónið, hafa um árabil boðið upp á takmarkaðar veitingar á baðsvæðum og hefur þar verið farið eftir þeim verklagsreglum sem fram koma í starfsleyfi. Lagt er til að kveðið verði á um í reglugerðinni að heimilt sé að veita áfengi í takmörkuðu magni á baðstað og að fjallað verði um það í öryggisreglum og starfsleyfi.

Breytingarnar á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum eru til samræmis við þær breytingar sem lagðar eru til í reglugerð um baðstaði í náttúrunni auk annarra lagfæringa.

Umsögnum um reglugerðadrögin skal skilað í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 24. júní næstkomandi.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.