Samráð fyrirhugað 07.06.2019—24.06.2019
Til umsagnar 07.06.2019—24.06.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 24.06.2019
Niðurstöður birtar 10.09.2019

Breytingar á reglugerðum varðandi baðstaði í náttúrunni

Mál nr. 141/2019 Birt: 07.06.2019 Síðast uppfært: 10.09.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að 5. september tók gildi reglugerð nr. 768/2019 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 460/2015 um baðstaði í náttúrunni og reglugerð nr. 769/2019 um (5.) breytingu á reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Þær breytingar sem voru gerðar frá auglýstum drögum var að settur var inn aðlögunartími til að finna réttar/hentugar umbúðir og tilgreint var að breytingin varðaði afþreyingarlaugar.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 07.06.2019–24.06.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 10.09.2019.

Málsefni

Breytingar á reglugerðum varðandi veitingaþjónustu á baðstöðum sem heyra undir reglugerð nr. 460/2015 um baðstaði í náttúrunni.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á reglugerðum um baðstaði í náttúrunni og um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Breytingarnar á reglugerð um baðstaði í náttúrunni varða veitingaþjónustu á baðstöðum, svo sem í afþreyingarlaugum. Baðstaðir í náttúrunni, eins og t.d. Bláa lónið, hafa um árabil boðið upp á takmarkaðar veitingar á baðsvæðum og hefur þar verið farið eftir þeim verklagsreglum sem fram koma í starfsleyfi. Lagt er til að kveðið verði á um í reglugerðinni að heimilt sé að veita áfengi í takmörkuðu magni á baðstað og að fjallað verði um það í öryggisreglum og starfsleyfi.

Breytingarnar á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum eru til samræmis við þær breytingar sem lagðar eru til í reglugerð um baðstaði í náttúrunni auk annarra lagfæringa.

Umsögnum um reglugerðadrögin skal skilað í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 24. júní næstkomandi.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Aðalsteinn Gunnarsson - 13.06.2019

Innsend umsögn fyrir IOGT á Íslandi sjá fylgiskjal

IOGT á Íslandi leggst eindregið gegn umræddum breytingum á reglugerðinni og telur samþykkt hennar að hluta eða öllu, muni leiða til aukinnar áfengisneyslu í landinu. Það mun auka þann vanda sem neysla áfengis veldur. Áfengi er engin venjuleg neysluvara heldur lífrænt leysiefni, eitur sem er notað sem hugbreytandi vímuefni og er fíkniefni og eiturlyf. Áfengi hefur mikla sérstöðu sem lögleg vara og fráleitt að um hana þurfi eða eigi að gilda sömu viðmið og ýmsar aðrar vörur. Neysla áfengis eða annarra vímuefna er bönnuð á sund og baðstöðum af öryggisástæðum starfsmanna og gesta.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Umhverfisstofnun - 20.06.2019

Meðfylgjandi er umsögn Umhverfisstofnunar við breytingu á reglugerð varðandi veitingaþjónustu á baðstöðum.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök ferðaþjónustunnar - 23.06.2019

Ágæti viðtakandi,

Viðfest er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um breytingar á reglugerðum varðandi baðstaði í náttúrunni og sundstaði.

Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.

Með góðum kveðjum

F.h. Samtaka ferðaþjónustunnar

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Kjartan Hreinn Njálsson - 24.06.2019

Meðfylgjandi er umsögn Embættis landlæknis.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Friðsemd Rósa Magnúsdóttir - 24.06.2019

Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um mál nr. S-141/2019 um breytingar á reglugerðum varðandi baðstaði í náttúrunni. Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Bláa Lónið hf. - 24.06.2019

Bláa Lónið hf. hefur tekið til umsagnar drög að reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 460/2015, um baðstaði í náttúrunni, sem birt var á Samráðsgátt stjórnvalda 7. júní sl.

Bláa Lónið hf. vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum:

Í 2. gr. reglugerðardraganna er gert ráð fyrir að á eftir 2. mgr. 7. gr. reglugerðar bætist ný málsgrein sem mæli fyrir um að heimilt sé að veita áfengi í takmörkuðu magni, í margnota umbúðum eða margnota glösum, á baðstað.

Bláa Lónið hf. styður breytingatillöguna, en bendir jafnframt á að heppilegra geti verið og jafnvel umhverfisvænna að gera jafnframt ráð fyrir því að veita megi drykki í umbúðum eða glösum sem endurvinnanleg eru eða brotna auðveldlega niður í náttúrunni án hættu eða skaða fyrir umhverfið eða menn. Við blasir að ekki er unnt að veita drykki í umbúðum eða glösum úr gleri eða öðrum efnum sem hætta er á að brotni og/eða sökkvi til botns á baðstöðunum. Þá er viðbúið að við þvott á margnota umbúðum falli til hreinsiefni í því magni að þau markmið með umhverfis- og náttúruvernd sem að er stefnt með notkun margnota umbúða eða glasa, náist síður eða jafnvel ekki. Bláa Lónið hf. hefur þegar hafist handa við að skoða umhverfisvænar lausnir í formi endurunnins pappa, bambus eða sterkju, sem kynnu mögulega að vera heppilegri en margnota umbúðir eða glös þegar horft er til umhverfisáhrifa þeirra í heild.

Bláa Lónið hf. styður þá tillögu sem kemur fram í umsögn SAF hvað varðar breytingu á fyrsta málslið hinnar nýju málsgreinar og leggur einnig til eftirfarandi orðalag:

„Heimilt er að veita áfengi í takmörkuðu magni á baðstað, í umbúðum eða glösum sem eru margnota eða úr efnum sem eru endurvinnanleg eða brotna auðveldlega niður í náttúrunni án mengunar eða hættu fyrir menn.“

Þá telur Bláa Lónið hf. afar mikilvægt að tryggja aðlögunartíma hvað varðar breytingar á boðaðri reglugerð. Telur fyrirtækið að horft sé til 12 mánaða, í því samhengi, enda mikilvægt að gefinn sé aðlögunartími til að finna réttar lausnir í línu við kröfur, verða sér út um þær, gera prófanir og aðlaga áður en lagt er af stað.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. - 24.06.2019

Meðfylgjandi er umsögn Heilbrigðiseftirlit Suðurlands

Viðhengi