Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–24.6.2019

2

Í vinnslu

  • 25.6.–9.9.2019

3

Samráði lokið

  • 10.9.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-141/2019

Birt: 7.6.2019

Fjöldi umsagna: 7

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Breytingar á reglugerðum varðandi baðstaði í náttúrunni

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að 5. september tók gildi reglugerð nr. 768/2019 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 460/2015 um baðstaði í náttúrunni og reglugerð nr. 769/2019 um (5.) breytingu á reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Þær breytingar sem voru gerðar frá auglýstum drögum var að settur var inn aðlögunartími til að finna réttar/hentugar umbúðir og tilgreint var að breytingin varðaði afþreyingarlaugar.

Málsefni

Breytingar á reglugerðum varðandi veitingaþjónustu á baðstöðum sem heyra undir reglugerð nr. 460/2015 um baðstaði í náttúrunni.

Nánari upplýsingar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á reglugerðum um baðstaði í náttúrunni og um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Breytingarnar á reglugerð um baðstaði í náttúrunni varða veitingaþjónustu á baðstöðum, svo sem í afþreyingarlaugum. Baðstaðir í náttúrunni, eins og t.d. Bláa lónið, hafa um árabil boðið upp á takmarkaðar veitingar á baðsvæðum og hefur þar verið farið eftir þeim verklagsreglum sem fram koma í starfsleyfi. Lagt er til að kveðið verði á um í reglugerðinni að heimilt sé að veita áfengi í takmörkuðu magni á baðstað og að fjallað verði um það í öryggisreglum og starfsleyfi.

Breytingarnar á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum eru til samræmis við þær breytingar sem lagðar eru til í reglugerð um baðstaði í náttúrunni auk annarra lagfæringa.

Umsögnum um reglugerðadrögin skal skilað í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 24. júní næstkomandi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Sigurbjörg Sæmundsdóttir

sigurbjorg.saemundsdottir@uar.is