Samráð fyrirhugað 18.06.2019—16.07.2019
Til umsagnar 18.06.2019—16.07.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 16.07.2019
Niðurstöður birtar 13.01.2020

Áform um breytingar á lögum um loftferðir nr. 60/1998

Mál nr. 142/2019 Birt: 18.06.2019 Síðast uppfært: 20.01.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Niðurstaða samráðs um áform um lagasetningu er sú að þær athugasemdir sem gerðar voru séu ekki þess efnis að þær leiði til breytinga á þeim áformum sem kynnt voru. Lutu tvær umsagnir að björgunar- og slökkvistörfum á flugvelli sem almennt er gert ráð fyrir að útfært verði í reglugerð en ekki sérstaklega fjallað um í frumvarpinu, utan þess að ráðgert er að styrkja heimild ráðherra til að setja reglugerð á því sviði. Þriðja umsögnin vék almennt að fyrirhuguðum áformum og var bent á að réttara væri að horfa til heildarendurskoðunar laganna í stað endurskoðunar einstakra kafla.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 18.06.2019–16.07.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 13.01.2020.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga til breytinga á lögum um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum, til innleiðingar reglugerðar (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur á sviði almenningsflugs og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins.

Reglugerð (ESB) 2018/1139 er afrakstur heildarendurskoðunar Evrópusambandsins á eldri reglugerð sama efnis frá 2008 (og fyrirrennara frá 2002) og er hluti af heildarstefnumótun sambandsins á flugsviðinu. Hefur reglugerðin að geyma margvíslegar breytingar og nýmæli. Um er að ræða grunngerð á sviði flugöryggis og mun fjöldi afleiddra reglugerða byggja á gerðinni og vísa til hennar.

Áformaðar lagabreytingar lúta fyrst og fremst að því að tryggja innleiðingu reglugerðar (ESB) 2018/1139 og afleiddra gerða í landsrétt fullnægjandi lagastoð í lögum um loftferðir nr. 60/1998.

Ráðuneytið óskar eftir umsögnum frá haghöfum um fyrirliggjandi áform.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Unnar Örn Ólafsson - 18.06.2019

Sáuð þið þetta? the aerodrome operator shall ensure, directly or through arrangements with third parties, that adequate aerodrome rescue and firefighting services are provided. Such services shall respond to an incident or accident with due urgency and shall include at least equipment, extinguishing agents and a sufficient number of personnel;

Gæta þarf sérstaklega að því að setningin: ...and a sufficient number of personnel, fari inn og að miðað verði við reglugerð 464/2007, gr. 7.

Afrita slóð á umsögn

#2 Isavia ohf. - 10.07.2019

Vísað er til áforma um breytingar á lögum um loftferðir sem kynnt eru á samráðsgáttinni 18.06.19. Isavia ohf. er hlynnt fyrirhuguðum áformum um breytingar. Reyndar eru þær breytingar sem áformaðar eru á lögunum svo umfangsmiklar að réttara sé að horfa til heildarendurskoðunar en endurskoðun einstakra kafla. Félagið er tilbúið til að koma að þeirri vinnu ef óskað er.

Með kveðju,

Karl Alvarsson

Yfirlögfræðingur / General Counsel, LLM

Afrita slóð á umsögn

#3 Landssamband slökkvilið/sjúkrfl - 15.07.2019

Vísað er til áforma um breytingar á lögum um loftferðir sem kynnt eru á samráðsgáttinni 18.06.19.

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur skoðanir á öryggis- og aðbúnaði sem tengist slökkvi- og björgunarþjónustu í þessari reglugerð. Landssamband hefur áhyggjur af því að mönnun sé ekki nægileg í fyrsta viðbragði og að reglugerðin sé nægilega skýr um hvernig þeir sem þurfa að vinna eftir henni ná að uppfylla öll markmið sín um slökkvi- og björgunarþjónustu.

í viðhengi má finna bréf frá stjórn LSS sem formaður félagsins undirritar.

Með kveðju,

Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSS.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Landssamband slökkvilið/sjúkrfl - 15.07.2019

Vísað er til áforma um breytingar á lögum um loftferðir sem kynnt eru á samráðsgáttinni 18.06.19.

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur skoðanir á öryggis- og aðbúnaði sem tengist slökkvi- og björgunarþjónustu í þessari reglugerð. Landssamband hefur áhyggjur af því að mönnun sé ekki nægileg í fyrsta viðbragði og að reglugerðin sé nægilega skýr um hvernig þeir sem þurfa að vinna eftir henni ná að uppfylla öll markmið sín um slökkvi- og björgunarþjónustu.

í viðhengi má finna bréf frá stjórn LSS sem formaður félagsins undirritar.

Með kveðju,

Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSS.

Viðhengi