Samráð fyrirhugað 18.06.2019—16.07.2019
Til umsagnar 18.06.2019—16.07.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 16.07.2019
Niðurstöður birtar

Áform um breytingar á lögum um loftferðir nr. 60/1998

Mál nr. S-142/2019 Birt: 18.06.2019 Síðast uppfært: 18.06.2019
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 18.06.2019–16.07.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga til breytinga á lögum um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum, til innleiðingar reglugerðar (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur á sviði almenningsflugs og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins.

Reglugerð (ESB) 2018/1139 er afrakstur heildarendurskoðunar Evrópusambandsins á eldri reglugerð sama efnis frá 2008 (og fyrirrennara frá 2002) og er hluti af heildarstefnumótun sambandsins á flugsviðinu. Hefur reglugerðin að geyma margvíslegar breytingar og nýmæli. Um er að ræða grunngerð á sviði flugöryggis og mun fjöldi afleiddra reglugerða byggja á gerðinni og vísa til hennar.

Áformaðar lagabreytingar lúta fyrst og fremst að því að tryggja innleiðingu reglugerðar (ESB) 2018/1139 og afleiddra gerða í landsrétt fullnægjandi lagastoð í lögum um loftferðir nr. 60/1998.

Ráðuneytið óskar eftir umsögnum frá haghöfum um fyrirliggjandi áform.

Tengd mál

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.