Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.6.–1.8.2019

2

Í vinnslu

  • 2.8.2019–27.5.2020

3

Samráði lokið

  • 28.5.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-143/2019

Birt: 11.6.2019

Fjöldi umsagna: 1

Annað

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Viðmið í umfjöllun um geðheilbrigðismál í fjölmiðlum

Niðurstöður

Skipaður starfshópur setti saman viðmið í skýrslu, hópurinn lítur á viðmiðin sem vinsamlegar ábendingar en ekki hefðbundnar leiðbeiningar. Áhersla á mikilvægi opinnar og frjálsrar umræðu sem og lögboðið frelsi miðla til útgáfu og framsetningar efnis. Viðmið sett fram um annars vegar almenna umfjöllun um geðheilbrigðismál og hins vegar viðmið vegna umfjöllunar um sjálfsvíg.

Málsefni

Þann 25. október 2018 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp um hvernig draga mætti úr fordómafullri umræðu um geðheilbrigðismál í fjölmiðlum. Starfshópurinn hefur nú sett saman viðmið fyrir almenna umfjöllun um geðheilbrigðismál og sjálfsvíg.

Nánari upplýsingar

Starfshópnum var falið að setja fram leiðbeiningar um hvernig fjalla mætti um geðheilbrigðismál í fjölmiðlum án þess að ala á fordómum gagnvart fólki með geðrænan vanda, sbr. verkefni C2 í Stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára.

Rétt er að taka fram að hópnum þótti eðlilegra að setja fram viðmið heldur en hefðbundnar leiðbeiningar í því augnamiði að virða lögbundið frelsi miðlanna til útgáfu og framsetningar efnis. Hér er því fremur um að ræða vinsamlegar ábendingar heldur en hefðbundnar leiðbeiningar til fjölmiðla.

Með sama hætti er vert að vekja athygli á því að viðmiðin snúa einkum að frétta- og fræðslutengdri umfjöllun fjölmiðla og ná því ekki til afþreyingarefnis án sérstaks fræðslugildis enda þótt slíkt efni hafi ótvíræð skoðanamótandi áhrif.

Hópurinn var sammála um að beina sjónum sínum að umfjöllun hefðbundinna fjölmiðla, þ.e. ljósvakamiðla og blaða af ýmsu tagi. Ekki er fjallað sérstaklega um umfjöllun í samfélagsmiðlum af þeirri ástæðu að lítið er um rannsóknir á því sviði. Mörg viðmiðanna eiga þó jafn vel við um samfélagsmiðla og aðrar tegundir fjölmiðla. Með hliðsjón af því eiga viðmiðin í raun erindi til mun fjölmennari hóps heldur en aðeins starfsmanna fjölmiðla. Allur almenningur þarf að vera meðvitaður um ábyrgð sína gagnvart ritstjórnarhlutverki sínu, hvað er stutt og hverju er dreift til annarra notenda í gegnum samfélagsmiðla og aðrar leiðir á netinu.

Með hliðsjón af efnisöflun var hópurinn sammála um að skipta verkefninu í tvennt, annars vegar viðmið vegna almennrar umfjöllunar um geðheilbrigðismál og hins vegar í viðmið vegna umfjöllunar um sjálfsvíg.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Anna Birgit Ómarsdóttir

hrn@hrn.is