Samráð fyrirhugað 13.06.2019—28.06.2019
Til umsagnar 13.06.2019—28.06.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 28.06.2019
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra fyrirtækja

Mál nr. 144/2019 Birt: 13.06.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (13.06.2019–28.06.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar drög að nýrri reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra fyrirtækja.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra fyrirtækja. Reglugerðin mun koma í stað núgildandi reglugerðar nr. 288/1995, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra fyrirtækja. Núgildandi reglugerð hefur ekki tekið breytingum um langt skeið en töluverðar breytingar hafa átt sér stað á lagaumhverfi virðisaukaskatts á síðustu misserum er tengjast kaupum og sölu á vörum og þjónustu yfir landamæri. Í ljósi þessa er nú lagt til að ný reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra fyrirtækja öðlist gildi.

Reglugerðinni er skipt upp í fjóra kafla.

- Í fyrsta kafla er að finna almenn ákvæði um gildissvið og tilgang auk skilgreiningar á erlendu fyrirtæki o.fl.

- Í öðrum kafla er að finna skilyrði fyrir endurgreiðslum.

- Í þriðja kafla er fjallað um framkvæmd endurgreiðslna.

- Í fjórða kafla er að finna ýmis ákvæði.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en föstudaginn 28. júní 2019 í samráðsgátt https://samradsgatt.island.is/.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök ferðaþjónustunnar - 28.06.2019

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um drög að reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra fyrirtækja.

Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.

Virðingarfyllst

F.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi