Samráð fyrirhugað 19.06.2019—21.07.2019
Til umsagnar 19.06.2019—21.07.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 21.07.2019
Niðurstöður birtar

Jafnvægisás ferðamála - fyrstu niðurstöður

Mál nr. S-145/2019 Birt: 19.06.2019 Síðast uppfært: 04.07.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Ferðaþjónusta

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 19.06.2019–21.07.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Jafnvægisás ferðamála mun nýtast við mótun framtíðarstefnu Íslands sem áfangastaðar með það að leiðarljósi að stuðla að jafnvægi og sjálfbærri þróun atvinnugreinarinnar til lengri tíma. Jafnvægisás ferðamála er einnig stjórntæki sem nýtist við ákvarðanatöku vegna stefnumarkandi aðgerða þar sem horft er til skilgreindra sjálfbærnivísa.

Á haustmánuðum 2017 ákvað ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að ráðast í umfangsmikið verkefni um álagsmat gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi. Í fyrsta áfanga verkefnisins voru þróaðir sjálfbærnivísar út frá þremur víddum þolmarka, þ.e. umhverfi, samfélagi og efnahag. Þeim áfanga lauk haustið 2018 með skilgreiningu rúmlega sextíu sjálfbærnivísa.

Annar áfangi verkefnisins hófst í beinu framhaldi, en í honum voru sjálfbærnivísarnir gildissettir. Forsendur verkefnisins og aðferðafræði við vinnslu þess ásamt lýsingu á öllum sjálfbærnivísum er að finna í meðfylgjandi skjölum.

Jafnvægisás ferðamála er stjórntæki til að meta reglulega áhrif ferðaþjónustu á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins. Jafnvægisásinn myndar ásamt Framtíðarsýn og leiðarljósi ný stjórntæki í ferðamálum sem hugsuð eru sem undirstaða og afmörkun fyrir aðgerðabundna stefnumótunarvinnu sem er framundan.

Framtíðarsýn og leiðarljós eru einnig til umsagnar á samráðsgáttinni:

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1408

Stjórn verkefnisins og umsjón verkhópa var í höndum Stjórnstöðvar ferðamála. Greiningarvinna og skýrslugerð var í höndum EFLU verkfræðistofu í samstarfi við Tourism Recreation & Conservation (TRC) frá Nýja Sjálandi og Recreation and Tourism Science (RTS) frá Bandaríkjunum.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.