Samráð fyrirhugað 24.06.2019—06.08.2019
Til umsagnar 24.06.2019—06.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 06.08.2019
Niðurstöður birtar

Drög að breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð

Mál nr. S-150/2019 Birt: 24.06.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 24.06.2019–06.08.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Drög að breytingum á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð fjalla um atvinnutengda starfsemi innan þjóðgarðsins og leyfisveitingar.

Haustið 2016 tóku gildi breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Í lögunum er nú kveðið á um að óheimilt sé að reka atvinnutengda starfsemi í þjóðgarðinum án samnings um slíka starfsemi við Vatnajökulsþjóðgarð. Jafnframt er kveðið á um að í slíkum samningum skuli setja þau skilyrði fyrir starfseminni sem talin er þörf á, m.a. vegna verndarmarkmiða þjóðgarðsins og að nánar skuli mælt fyrir um slík skilyrði, málsmeðferð og gerð samninga samkvæmt ákvæðinu í reglugerð.

Drög að breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð liggja nú fyrir. Í þeim er atvinnutengd starfsemi skilgreind, kveðið er á um málsmeðferð, samningsgerð og eftirlit og greinarmunur gerður á milli starfsemi sem nauðsynlegt er að takmarka að umfangi og starfsemi sem ekki er nauðsynlegt að takmarka að umfangi.

Frestur til að senda inn umsagnir um drögin er til og með 6. ágúst nk.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.