Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.6.–6.8.2019

2

Í vinnslu

  • 7.8.2019–11.10.2020

3

Samráði lokið

  • 12.10.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-150/2019

Birt: 24.6.2019

Fjöldi umsagna: 5

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð

Niðurstöður

Ný reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð hefur verið birt í B-deild stjórnartíðinda Nr. 300/2020.Fyrsta reglugerðin um Vatnajökulsþjóðgarð birtist í júní 2008 og mælti hún m.a. fyrir um friðlýsingu Vatnajökulsþjóðgarðs, reglur um umgengni og verndaraðgerðir. Síðan þá hefur reglugerðinni verið breytt níu sinnum og breytingarnar að mestu snúið að stækkun þjóðgarðsins. Í stað þess að bæta við annarri reglugerðarbreytingu var ákveðið að endurútgefa reglugerðina í heild þar sem teknar eru inn framangreindar breytingar og nýjumað viðbættum kafla um atvinnutengda starfsemi.

Málsefni

Drög að breytingum á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð fjalla um atvinnutengda starfsemi innan þjóðgarðsins og leyfisveitingar.

Nánari upplýsingar

Haustið 2016 tóku gildi breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Í lögunum er nú kveðið á um að óheimilt sé að reka atvinnutengda starfsemi í þjóðgarðinum án samnings um slíka starfsemi við Vatnajökulsþjóðgarð. Jafnframt er kveðið á um að í slíkum samningum skuli setja þau skilyrði fyrir starfseminni sem talin er þörf á, m.a. vegna verndarmarkmiða þjóðgarðsins og að nánar skuli mælt fyrir um slík skilyrði, málsmeðferð og gerð samninga samkvæmt ákvæðinu í reglugerð.

Drög að breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð liggja nú fyrir. Í þeim er atvinnutengd starfsemi skilgreind, kveðið er á um málsmeðferð, samningsgerð og eftirlit og greinarmunur gerður á milli starfsemi sem nauðsynlegt er að takmarka að umfangi og starfsemi sem ekki er nauðsynlegt að takmarka að umfangi.

Frestur til að senda inn umsagnir um drögin er til og með 6. ágúst nk.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Sigríður Svana Helgadóttir

sigridur.svana.helgadottir@uar.is