Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.9.–11.10.2018

2

Í vinnslu

  • 12.10.–28.11.2018

3

Samráði lokið

  • 29.11.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-141/2018

Birt: 27.9.2018

Fjöldi umsagna: 27

Annað

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Veiðistjórnun hrognkelsa

Niðurstöður

Alls bárust 27 umsagnir. Unnið verður úr þeim og skýrslu starfshópsins. Á næstunni verður tekin ákvörðun um næstu skref í málinu.

Málsefni

Í greinagerð starfshóps um veiðistjórnun hrognkelsaveiða er farið yfir kosti og galla núverandi veiðistjórnunar á hrognkelsum. Í greinagerðinni er einnig fjallað um það hvaða leið væri æskilegust ef ákveðið yrði að breyta veiðistjórninni á þann hátt að veiðunum yrði stjórnað á grundvelli úthlutað aflamarks.

Nánari upplýsingar

Í maí sl. skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra starfshóp til að fara yfir veiðistjórnun á hrognkelsaveiðum og gera rökstudda tillögu um breytingar ef starfshópurinn sæi ástæðu til. Í starfhópnum sátu tveir fulltrúar tilnefndir af ráðherra og einn tilnefndur af Landssambandi smábátaeigenda. Starfshópurinn skilaði greinagerð til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þann 25. september 2018 þar sem farið er yfir kosti og galla núverandi veiðistjórnunar á hrognkelsaveiðum. Í niðurstöðum starfshópsins er bent á hvaða aðferð starfshópurinn telur að taki best tilliti til aðstæðna verði ákveðið að breyta veiðistjórn á hrognkelsum á þann hátt að veiðunum verði stjórnar á grundvelli úthlutaðs aflamarks. Hér með er efnt til opins samráðs um tillögur starfshópsins.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Erna Jónsdóttir

erna.jonsdottir@anr.is