Samráð fyrirhugað 27.06.2019—24.07.2019
Til umsagnar 27.06.2019—24.07.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 24.07.2019
Niðurstöður birtar 04.12.2019

Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020-2023

Mál nr. 152/2019 Birt: 26.06.2019 Síðast uppfært: 04.12.2019
  • Forsætisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Niðurstöður birtar

Sex umsagnir bárust. Almenn ánægja var með framkvæmdaáætlunina og hversu fjölbreytt verkefni hennar eru. Sérstök ánægja var um einstaka verkefni áætlunarinnar en einnig var nefnt að verkefnin taki ekki til stöðu mismunandi hópa kvenna. Tekið var tillit til athugasemda eftir atvikum. Málið gekk til alls­herjar- og mennta­mála­nefndar 26.09.2019.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 27.06.2019–24.07.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 04.12.2019.

Málsefni

Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum árin 2020–2023, sbr. 11. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Framkvæmdaáætlunin er gerð að fengnum tillögum einstakra ráðuneyta, Jafnréttisstofu og kynnt Jafnréttisráði.

Í framkvæmdaáætluninni eru kynnt verkefni sem eiga að endurspegla markmið stjórnvalda á sviði jafnréttismála. Áhersla er lögð á að öll ráðuneyti hafi hlutverki að gegna við framkvæmd áætlunarinnar. Er þessu fyrirkomulagi ætlað að tryggja að áherslur og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á sviði jafnréttismála birtist með skýrum hætti. Við mótun verkefna og markmiða var höfð hliðsjón af leiðbeiningum í Handbók Stjórnarráðsins um opinbera stefnumótun og áætlanagerð.

Framkvæmdaáætlunin samanstendur af 24 verkefnum sem beinast að því að leiðrétta kynjahalla á hinum ýmsu sviðum. Verkefnin koma úr öllum ráðuneytum og eru í fyrsta skipti tengd heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Alþýðusamband Íslands - 05.07.2019

Meðfylgjandi er umsögn ASÍ um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2020-2023. F.h. ASÍ, Maríanna Traustadóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 BSRB - 05.07.2019

Í viðhengi er umsögn BSRB.

Virðingarfyllst,

Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök atvinnulífsins - 11.07.2019

Góðan dag,

meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020-2023.

F.h. SA,

Heiðrún Björk Gísladóttir, lögmaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samband íslenskra sveitarfélaga - 16.07.2019

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

F.h. sambandsins

Guðjón Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Félag um foreldrajafnrétti - 02.09.2019

Sjá umsögn í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Kvenréttindafélag Íslands - 04.12.2019

Viðhengi