Samráð fyrirhugað 27.06.2019—08.08.2019
Til umsagnar 27.06.2019—08.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 08.08.2019
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um upplýsingagjöf um farþega og áhöfn

Mál nr. S-153/2019 Birt: 27.06.2019 Síðast uppfært: 08.07.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 27.06.2019–08.08.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar drög að nýrri reglugerð um upplýsingagjöf um farþega og áhöfn.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um upplýsingagjöf um farþega og áhöfn.

Samkvæmt 1. mgr. 51. gr. a. tollalaga nr. 88/2005 er fyrirtækjum sem annast flutning farþega og vöru til og frá landinu skylt að afhenda tollstjóra upplýsingar um farþega og áhöfn sem nýttar eru við tolleftirlit og til að koma í veg fyrir og rannsaka brot á lögum. Þá er tollstjóra, lögreglu og öðrum handhöfum lögregluvalds heimilt að skiptast á upplýsingunum í þágu eftirlits, greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum.

Í þessum drögum að reglugerð er nánar fjallað um upplýsingaskilin, upplýsingaskipti og meðhöndlun upplýsinganna.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.