Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.6.–8.8.2019

2

Í vinnslu

  • 9.8.2019–7.6.2020

3

Samráði lokið

  • 8.6.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-153/2019

Birt: 27.6.2019

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að reglugerð um upplýsingagjöf um farþega og áhöfn

Niðurstöður

Niðurstaðan í málinu var sú að reglugerðin var hafðar voru til hliðsjónar þær tvær umsagnir sem bárustí málinu, þ.e. frá annars vegar Iceland air og hins vegar frá Samtökum atvinnulífsins. Reglugerðin var birt þann 18. nóvember 2019.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar drög að nýrri reglugerð um upplýsingagjöf um farþega og áhöfn.

Nánari upplýsingar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um upplýsingagjöf um farþega og áhöfn.

Samkvæmt 1. mgr. 51. gr. a. tollalaga nr. 88/2005 er fyrirtækjum sem annast flutning farþega og vöru til og frá landinu skylt að afhenda tollstjóra upplýsingar um farþega og áhöfn sem nýttar eru við tolleftirlit og til að koma í veg fyrir og rannsaka brot á lögum. Þá er tollstjóra, lögreglu og öðrum handhöfum lögregluvalds heimilt að skiptast á upplýsingunum í þágu eftirlits, greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum.

Í þessum drögum að reglugerð er nánar fjallað um upplýsingaskilin, upplýsingaskipti og meðhöndlun upplýsinganna.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

postur@fjr.is