Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.6.–12.7.2019

2

Í vinnslu

  • 13.–15.7.2019

3

Samráði lokið

  • 16.7.2019

Mál nr. S-154/2019

Birt: 27.6.2019

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Forsætisráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Áform um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998.

Niðurstöður

Umsögn barst frá Samtökum ferðaþjónustunnar um fyrirhugaðar breytingar á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998 og er umfjöllun um efni hennar og viðbrögð forsætisráðuneytisins að finna í hjálögðu niðurstöðuskjali.

Málsefni

Áformað er að breyta ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998 varðandi verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, mörkun ríkistekna og málsmeðferð óbyggðanefndar.

Nánari upplýsingar

Tilefni er til að skoða reynsluna af skiptingu leyfisveitingarhlutverks vegna nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðlendna á milli ríkisins og sveitarfélaga sem hafa þjóðlendur innan sinna stjórnsýslumarka. Samkvæmt núgildandi lögum veitir ríkið leyfi til að nýta vatns- og jarðhitaréttindi, vindorku, námur og önnur jarðefni, en sveitarfélög veita leyfi fyrir allri annarri nýtingu lands og landsréttinda. Einnig gefur nýleg löggjöf um opinber fjármál tilefni til að taka til skoðunar hvort ákvæði laganna um þjóðlendur, þar sem mælt er fyrir um mörkun tekna sem ríkið afla innan þjóðlendna, falli að meginreglum laga um opinber fjármál. Þá liggur fyrir áætlun óbyggðanefndar um hvenær hún muni ljúka verki sínu, sbr. fjármálaáætlun. Í tengslum við væntanleg starfslok óbyggðanefndar er rétt að huga að því hvernig málsmeðferð nefndarinnar verði háttað þegar eyjar, hólmar og sker verða tekin til úrskurðar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Þátttakendum í þessu samráðsferli var þó heimilt að óska eftir því að efni umsagnar og nafn sendanda birtist ekki í gáttinni.

Umsjónaraðili

Sigurður Örn Guðleifsson

for@for.is