Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.6.–26.7.2019

2

Í vinnslu

  • 27.7.–13.8.2019

3

Samráði lokið

  • 14.8.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-155/2019

Birt: 28.6.2019

Fjöldi umsagna: 6

Annað

Forsætisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Verkefnisáætlun um heildarendurskoðun jafnréttislaga

Niðurstöður

Farið var yfir allar umsagnir. Óskuðu allir umsagnaraðilar eftir því að fá að taka þátt í fleiri undirhópum en upphaflega var gert ráð fyrir í verkefnaáætluninni. Tekin var sú að ákvörðun að koma til móts við þær óskir og öllum umsagnaraðilum var bætt við þá undirhópa í samræmi við þeirra ósk. Umsagnaraðilum var sendur sérstakur tölvupóstur þess efnis þann 13. ágúst 2019.

Málsefni

Verkefnisáætlun um heildarendurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008 í tengslum við áform um nýja lagasetningu.

Nánari upplýsingar

Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja af stað vinnu við frumvarp til nýrra heildarlaga um jafnrétti kynjanna en núgildandi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla eru frá árinu 2008, nr. 10/2008 með síðari breytingum. Stefnt skal að því að frumvarp til nýrra heildarlaga verði lagt fram á haustþingi 2020. Stýrihópur, skipaður af forsætisráðherra mun hafa umsjón með verkefninu sem skiptist í nokkra fasa. Gert er ráð fyrir að stýrihópurinn vinni með fjórum undirhópum um afmörkuð viðfangsefni þar sem gildandi lög ná yfir mörg svið og hafa ýmsa ólíka snertifleti. Mikilvægt er að ferlið feli í sér þátttöku hagsmunaaðila, sérfræðinga og annarra sem láta sig málið varða á öllum stigum og er því gert ráð fyrir víðtæku samráði um endurskoðun laganna.

Að ósk forsætisráðherra verður ráðherranefnd um jafnréttismál upplýst reglulega um framvindu þeirrar vinnu sem stýrihópnum hefur verið falin. Óskað er eftir tillögum og ábendingum um verkefnisáætlunina.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Skrifstofa jafnréttismála

postur@for.is