Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.6.–20.7.2019

2

Í vinnslu

  • 21.–29.7.2019

3

Samráði lokið

  • 30.7.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-156/2019

Birt: 27.6.2019

Fjöldi umsagna: 6

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Áform um frumvarp til laga um landshöfuðlénið .is

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er í stuttu máli að fimm umsagnir bárust. Frumvarp til laga um landshöfuðlénið .is mun verða sett í opið samráð í september nk. með öllum almennum fyrirvörum. Sjá skýrslu um samráð.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið áformar að semja nýtt frumvarp til laga um landshöfuðlénið .is.

Nánari upplýsingar

Í dag er ekki að finna heildstæða löggjöf um landshöfuðlénið .is eða önnur höfuðlén (e. top level domain). Þá er hvergi minnst á lén í íslenskri löggjöf, hvorki í fjarskiptalögum nr. 81/2003 né öðrum sérlögum er varða netið með einhverjum hætti. Landshöfuðlénum er útdeilt til allra ríkja og vísa til landfræðilegs uppruna. Landshöfuðlén eru ávallt tveggja stafa og eru byggð á ISO 3166-1 staðlinum.

Nokkrar atlögur hafa verið gerðar að samningu frumvarpa á þessu sviði og eitt þessara frumvarpa var jafnframt lagt fram á 139. og 140. löggjafarþingi. Frumvarpið sætti talsverðri gagnrýni og náði ekki fram að ganga.

Í þeim áformum sem hér eru lögð fram er lagt til að samið verði nýtt frumvarp um landshöfuðlénið .is og að settar verði skýrar lágmarksreglur um skráningu léna undir landshöfuðléninu .is. Líta verður á landshöfuðlénið .is sem mikilvægan innvið fyrir íslenskt samfélag og því verður að telja bæði tímabært og nauðsynlegt að sett verði lágmarks lagaumgjörð um skráningarstofu landshöfuðlénsins .is.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is