Samráð fyrirhugað 28.06.2019—26.07.2019
Til umsagnar 28.06.2019—26.07.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 26.07.2019
Niðurstöður birtar

Reglugerð um beitingu dagsekta sem Jafnréttisstofa ákveður

Mál nr. S-157/2019 Birt: 28.06.2019 Síðast uppfært: 28.06.2019
  • Forsætisráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 28.06.2019–26.07.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Reglugerðin gildir um beitingu dagsekta Jafnréttisstofu gagnvart eftirlitsskyldum aðilum samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008.

Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008 er Jafnréttisstofu heimilt að leggja dagsektir á eftirlitsskyldan aðila veiti hann ekki umbeðnar upplýsingar eða umbeðin gögn eða sinnir ekki fyrirmælum Jafnréttisstofu um að gera viðunandi úrbætur innan hæfilegs frests. Reglugerð þessi gildir um beitingu dagsekta Jafnréttisstofu gagnvart eftirlitsskyldum aðilum samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008.

Dagsektir gilda frá þeim degi sem þær eru ákvarðaðar og fram að þeim degi sem skyldu er fullnægt að mati Jafnréttisstofu.

Jafnréttisstofa leggur dagsektir á eftirlitsskyldan aðila með sérstakri ákvörðun. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynna bréflega á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að án ástæðulausra tafa. Aðila sem ákvörðun um dagsektir beinist að skal gefinn kostur á að koma að skriflegum andmælum áður en Jafnréttisstofa tekur ákvörðun.

Dagsektir geta numið allt að kr. 50.000 á dag frá þeim degi sem þær eru ákvarðaðar og fram að þeim degi sem skyldunni er fullnægt að mati Jafnréttisstofu. Við ákvörðun fjárhæðar dagsekta skal meðal annars líta til fjölda starfsmanna fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka og hversu umsvifamikill viðkomandi rekstur er.

Ef aðili vill ekki una ákvörðun Jafnréttisstofu um dagsektir, er hægt að kæra ákvörðunina til þess ráðherra sem fer með jafnréttismál.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.