Samráð fyrirhugað 28.06.2019—01.08.2019
Til umsagnar 28.06.2019—01.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 01.08.2019
Niðurstöður birtar

Reglugerð um merkingu veiðarfæra og töpuð veiðarfæri

Mál nr. 160/2019 Birt: 28.06.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (28.06.2019–01.08.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Hjálögð eru drög að reglugerð um merkingu veiðarfæra og töpuð veiðarfæri sem mælir fyrir um almenna skyldu til merkinga veiðarfæra og skráningu tapaðra veiðarfæra.

Reglugerðin er samin í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Verði reglugerðin gefin út þarf að gera nokkrar breytingar á reglugerðum um veiðar á skötusel, á hrognkelsaveiðum og reglugerð um þorskfiskanet.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Þórður Birgisson - 30.07.2019

Athugasemdir vega reglugerðar um merkingu veiðarfæra

Að mínu mati er þessi reglugerð illa unnin og alltof loðin sem mun gefa eftirlitsmönnum Fiskistofu/ Fiskistofu fáranlega mikið vald til að svifta báta/ skip veiðileyfi.

Hvernig á t.d. að túlka það þegar veiðarfæri er lagt á meira en 400 metra dýpi.

Bátur sem byrjar að leggja á 80 metrum leggur niður kant og snýr á 410 metrum og leggur til baka upp á 80 metra, á þessi bátur að vera með AIS á báðum endum? Miklu frekar er að orða það svo að ef veiðarfæri er skilið eftir í sjó í meira en X tíma t.d. 20 tíma, á dýpi neðan við XXX metra þá beri að vera með AIS baujur á báðum endabaujum.

Merking veiðarfæra.

Þarna verðið þið að koma með miklu betri lýsingar á því hvernig á að merkja þessi veiðarfæri, sérstaklega net.

Það er tómt mál að tala um að setja svokölluð lambamerki í netateina , þó þeir virki fínt á niðurstöðurnar. Þessi merki munu bara valda slysahættu við lagninu netana, munu brotna í netaspilum, án þess að menn taki eftir því , svo er mögulega staddur eftirlitsmaður um borð og tekur eftir því að það vantar eitt merki í netatein á þá að svifta viðkomandi veiðileyfi?

Eins með línuna, það er verið að leggja á allskonar botn , bátar eru að skrapa veiðarfæri í festum draga til og brjóta stálsylgjur og stoppara, hvernig eiga þessi merki að vera og sama og með netin á að svifta báta veiðileyfi af því að það vantar merki á einn bala eða rekka?

Þetta er bara illa unnið og geinilega ekki unnið af mönnum sem eru að stafa við greinina.

Það verða að koma nánari útskýringar á því hvernig þessar merkingar fara fram.

Fyrir mitt leyti er þessi reglugerð algjör óþarfi og bull að mestu leyti.

Það þarf klárlega að skerpa á því þegar menn skilja eftir veiðarfæri á djúpslóð. Annað í þessari reglugerð er algjör óþarfi.

Það er heilt yfir enginn sem hefur áhuga á skilja eftir veiðarfæri viljandi, og menn gera allt til þess að reyna að slæða þau upp, þau kosta jú mikla peninga.

Skikkiði frekar útgerðir til að vera með slæður um borð.

Virðingarfylgst

Þórður BIrgisson

Afrita slóð á umsögn

#2 Pétur Karl Karlsson - 31.07.2019

Gd.

Er reyndar sammála Þórði Birgissyni, að mestu, sérstaklega með merkingu teina.

Virðingarfyllst.

Pétur Karlsson

Afrita slóð á umsögn

#3 Andri Viðar Víglundsson - 01.08.2019

Ég tel að þessi reglugerð gangi alltof langt. Í netatrossum eru niðurstöðurnar sjálfar sem og baujan á endanum merktar í bak og fyrir og það að merkja hvern einasta tein er orðið algerlega út úr korti. Plastmerki eða stálmerki ger lítið annað en að þvælast fyrir og gera netin óklár með því að flækja á sig möskva og svo framvegis. Það sama gildir í raun um línuna. Það er afar óæskilegt að hafa plast eða stálmerki á hverjum einasta bala, eykur bara hættuna á að línan óklárist og svo framvegis. Það ætti algerlega að duga að skýrar og skilmerkilegar merkingar séu á báðum endum lagna.

Afrita slóð á umsögn

#4 Örn Pálsson - 01.08.2019

Í viðhenginu er umsögn frá Landssambandi smábátaeigenda

Viðhengi