Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.–15.7.2019

2

Í vinnslu

  • 16.7.2019–17.6.2020

3

Samráði lokið

  • 18.6.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-163/2019

Birt: 1.7.2019

Fjöldi umsagna: 10

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skattlagningu ökutækja (Ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.)

Niðurstöður

Alls bárust 10 umsagnir við áformin. Tekið var tillit til innsendra umsagna eins og tilefni gafst til vegna nánari útfærslu við gerð draga að frumvarpi. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta, (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.), voru í kjölfarið birt til samráðs á samráðsgátt stjórnvalda, (sjá mál nr. S-272/2019). Lög nr. 154/2019, um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um tekjuskatt,(vistvæn ökutæki o.fl.), voru samþykkt á Alþingi þann 17. desember 2019, sjá nánar: https://www.althingi.is/altext/stjt/2019.154.html

Málsefni

Áform um breytingu á ýmsum lögum um skattlagningu ökutækja er lúta að skattalegum ívilnunum og hvötum til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum.

Nánari upplýsingar

Meginefni frumvarpsins felst í að greiða fyrir orkuskiptum í samgöngum í samræmi við stefnu stjórnvalda í þeim efnum. Áform um tímabundna lagasetningu eru eftirfarandi:

Í fyrsta lagi heimild til að endurgreiða byggjendum og eigendum íbúðarhúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna við uppsetningu hleðslustöðva í íbúðarhúsnæði. Þannig verði núverandi heimild hækkuð frá 60% upp í 100%.

Í öðru lagi heimild til handa byggjendum og eigendum íbúðarhúsnæðis til fullrar endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á hleðslustöðvum í íbúðarhúsnæði.

Í þriðja lagi að bílaleigum og handhöfum leyfa til að stunda eignaleigu og/eða fjármögnunarleigu verði heimiluð endurgreiðsla/undanþága frá virðisaukaskatti af útleigu á ökutækjum sem fallið hafa undir ívilnun á grundvelli ákvæði til bráðabirgða XXIV í lögum um virðisaukaskatt, (rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar).

Auk þess hefur verið til skoðunar í þessu sambandi að endurgreiða bílaleigum hluta vörugjalds við útflutning bifreiða. Þá verða eftir atvikum lagðar til afleiddar breytingar á tengdri skattalöggjöf í tengslum við framangreindar breytingar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

postur@fjr.is