Samráð fyrirhugað 01.07.2019—15.07.2019
Til umsagnar 01.07.2019—15.07.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 15.07.2019
Niðurstöður birtar 18.06.2020

Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skattlagningu ökutækja (Ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.)

Mál nr. 163/2019 Birt: 01.07.2019 Síðast uppfært: 18.06.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Alls bárust 10 umsagnir við áformin. Tekið var tillit til innsendra umsagna eins og tilefni gafst til vegna nánari útfærslu við gerð draga að frumvarpi. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta, (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.), voru í kjölfarið birt til samráðs á samráðsgátt stjórnvalda, (sjá mál nr. S-272/2019). Lög nr. 154/2019, um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um tekjuskatt,(vistvæn ökutæki o.fl.), voru samþykkt á Alþingi þann 17. desember 2019, sjá nánar: https://www.althingi.is/altext/stjt/2019.154.html

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 01.07.2019–15.07.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 18.06.2020.

Málsefni

Áform um breytingu á ýmsum lögum um skattlagningu ökutækja er lúta að skattalegum ívilnunum og hvötum til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum.

Meginefni frumvarpsins felst í að greiða fyrir orkuskiptum í samgöngum í samræmi við stefnu stjórnvalda í þeim efnum. Áform um tímabundna lagasetningu eru eftirfarandi:

Í fyrsta lagi heimild til að endurgreiða byggjendum og eigendum íbúðarhúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna við uppsetningu hleðslustöðva í íbúðarhúsnæði. Þannig verði núverandi heimild hækkuð frá 60% upp í 100%.

Í öðru lagi heimild til handa byggjendum og eigendum íbúðarhúsnæðis til fullrar endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á hleðslustöðvum í íbúðarhúsnæði.

Í þriðja lagi að bílaleigum og handhöfum leyfa til að stunda eignaleigu og/eða fjármögnunarleigu verði heimiluð endurgreiðsla/undanþága frá virðisaukaskatti af útleigu á ökutækjum sem fallið hafa undir ívilnun á grundvelli ákvæði til bráðabirgða XXIV í lögum um virðisaukaskatt, (rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar).

Auk þess hefur verið til skoðunar í þessu sambandi að endurgreiða bílaleigum hluta vörugjalds við útflutning bifreiða. Þá verða eftir atvikum lagðar til afleiddar breytingar á tengdri skattalöggjöf í tengslum við framangreindar breytingar.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Orkuveita Reykjavíkur - 05.07.2019

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Orkuveitu Reykjavíkur, Orku náttúrunnar og Veitna, sem fagna mjög fram komnum tillögum um ívilnanir vegna vistvænna ökutækja.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök atvinnulífsins - 11.07.2019

Góðan dag,

meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skattlagningu ökutækja.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Jón Björn Skúlason - 12.07.2019

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Guðjón Hugberg Björnsson - 15.07.2019

Guðjón Hugberg Björnsson

Vesturási 10

110 Reykjavík

gudjonhb@on.is

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Arnarhvoli við Lindargötu

101 Reykjavík

Sent á samráðsgátt

Reykjavík 15. júlí 2019

Þær tillögur sem eru lagðar fram í þessum áformum eru rökrétt næstu skref til að flýta orkuskiptum á Íslandi og ég tek heilshugar undir þessi áform. Þessar tillögur snúa beint að þeim spurningum sem eru mikið til umfjöllunar núna og eru að mínu viti vel til þess fallnar til að fá fleiri einstaklinga og bílaleigur til að taka orkuskiptaskrefið.

Eins og áður sagði taka þessar tillögur til þeirra spurninga sem eru núna á borðinu en ég sakna ívilnana til handa næsta stóra skrefi til að orkuskipta í samgöngum. Almenningssamgöngur og flutningar taka að litlu leiti þátt í orkuskiptum að undanskildu Strætó sem hefur tekið risa skref með innleiðingu rafvagna með góðum árangri. Ein helsta ástæðan fyrir þessu er aukinn kostnaður og án ívilnana eiga fyrirtæki erfitt með að taka þátt þar sem tækin eru í flestum tilfellum dýrari í innkaupum og fjárfesta þarf í innviðum samhliða. Tækniframfarir eru hraðar á þessum markaði og merkja má aukna eftirspurn frá fleiri löndum samhliða auknu framboði á tækjum. Ívilnanir sem ég tel til þess fallnar að styðja við orkuskipti hjá stærri ökutækjum sé.

-Endurgreiðslu á VSK á losunarfría almennsvagna og rútur

-Ívilnanir fyrir flutningabíla (VSK, afskriftarreglur og gjaldfærsla rekstrarkostnaðar)

Undirbúningur innkaupa á stærri tækjum getur tekið mjög langan tíma og því er nauðsynlegt að línur séu skýrar af hálfu stjórnvalda um hvort og þá hvaða ívilnanir séu til staðar. Mjög mikilvægt hefur verið að sýna framleiðendum að Íslandi sé alvara þegar kemur að orkuskiptum til að þau fáist til að senda tæki hingað til lands og ívilnanir frá stjórnvöldum sýna þar á borði að þau standa að baki þessum breytingum. Hver brunavél sem flutt er inn í dag er tapað tækifæri næstu 10 ár hið minnsta.

Virðingafyllst:

Guðjón Hugberg Björnsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Orka náttúrunnar ohf. - 15.07.2019

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Orku náttúrunnar ohf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samtök ferðaþjónustunnar - 15.07.2019

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skattlagningu ökutækja.

Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.

Með góðum kveðjum

f.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Benedikt Sveinbj. Benediktsson - 15.07.2019

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ um áformin.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Brynhildur Magnúsdóttir - 15.07.2019

Komið þið sæl,

meðfylgjandi er umsögn Landsvirkjunar um mál nr. S-163/2019.

Kær kveðja,

Brynhildur Magnúsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Auður Nanna Baldvinsdóttir - 15.07.2019

Umsögn um áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skattlagningu ökutækja, send inn f.h. fulltrúa atvinnulífs í stjórn Grænu orkunnar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 María Jóna Magnúsdóttir - 15.07.2019

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Bílgreinasambandsins um áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skattlagningu ökutækja.

Kær kveðja,

f.h. BGS

María Jóna Magnúsdóttir

Viðhengi