Samráð fyrirhugað 02.07.2019—16.07.2019
Til umsagnar 02.07.2019—16.07.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 16.07.2019
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum nr. 80/2007

Mál nr. 165/2019 Birt: 02.07.2019 Síðast uppfært: 03.07.2019
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (02.07.2019–16.07.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Frumvarpinu er ætlað að styrkja heimildir Vegagerðarinnar í vegalögum til gjaldtöku á einstökum vegköflum að undangenginni ákvörðun í samgönguáætlun.

Frumvarpinu er ætlað að styrkja heimildir Vegagerðarinnar í vegalögum til gjaldtöku á einstökum vegköflum að undangenginni ákvörðun í samgönguáætlun.

Umferð á vegum landsins hefur aukist mikið á undanförnum árum, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna. Á sama tíma hafa framlög til vegagerðar verið óvenjulega lág sem hlutfall af landsframleiðslu. Skapast hefur mikil þörf fyrir viðhald og nýframkvæmdir.

Vegagerðin telur nauðsynlegt að fara í um 200 verkefni á næsta aldarfjórðungi sem áætlað er að kosti yfir 400 milljarða króna. Þó að aukið fjármagn hafi komið til vegagerðar í gildandi fjármálaáætlun þá dugar það engan veginn til að fullnægja þörfinni. Það þarf því að finna leiðir til þess að fjármagna framkvæmdir og flýta þeim eins og kostur er.

Sumarið 2018 skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra starfshóp til að fjalla um forgangsröðun framkvæmda og nýjar leiðir til fjármögnunar þeirra. Starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í apríl 2019, sbr. fylgiskjal. Starfshópurinn lagði í skýrslunni til ákveðna aðferðafræði við forgangsröðun verkefna. Hvað varðar fjármögnun verkefna taldi starfshópurinn æskilegast að framkvæmdir yrðu fjármagnaðar með viðbótar ríkisútgjöldum eða breyttri forgangsröðun í ríkisútgjöldum. Tók starfshópurinn þó sérstaklega fram að með því að leggja til fjármögnun vegaframkvæmda með breyttri forgangsröðun skattfjár væri ekki verið að leggja til að fallið yrði frá hugmyndum um veggjöld vegna einstakra framkvæmda. Þannig útilokaði fjármögnun með ríkisútgjöldum ekki gjaldtöku á vegum hins opinbera að framkvæmdum loknum á þeim leiðum/vegköflum þar sem það hentar.

Hvað varðar sjónarmið við gjaldtöku af umferð lagði starfshópurinn til að gjaldtaka af umferð til að standa undir kostnaði við flýtiframkvæmdir miðaðist við hverja framkvæmd fyrir sig og gjald væri í samræmi við kostnað þeirrar framkvæmdar. Innheimta skyldi ekki hefjast fyrr en í lok framkvæmdar, þegar opnað væri fyrir umferð.

Á grundvelli þessara niðurstaðna áformar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nú að á haustþingi 2019 verði lagt fram lagafrumvarp sem miðar að því að styrkja heimildir Vegagerðarinnar umfram það sem nú er að finna í 17. gr. vegalaga til gjaldtöku á einstökum leiðum/vegköflum að undangenginni ákvörðun í samgönguáætlun.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Benedikt Sveinbj. Benediktsson - 16.07.2019

Umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um áformin er meðfylgjandi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök atvinnulífsins - 16.07.2019

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um málið.

Virðingarfyllst,

Stefanía K. Ásbjörnsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök ferðaþjónustunnar - 16.07.2019

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um drög að frumvarpi til laga um breytingu á vegalögum.

Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.

Með góðum kveðjum

F.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samgöngufélagið - 16.07.2019

Hér má nálgast umsögn Samgöngufélagsins, dags. 16. júlí 2019 um málsefnið.

Jónas Guðmundsson,

fyrisvarsmaður.

Viðhengi