Alls bárust sex umsagnir um áformin. Voru umsagnirnar hafðar til hliðsjónar að því marki sem unnt var við gerð frumvarps sbr. meðfylgjandi viðhengi og hlekk á endanlegt frumvarp sem samþykkt var sem lög 10. júlí 2020.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 02.07.2019–16.07.2019.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.09.2021.
Frumvarpinu er ætlað að kveða á um heimildir til að stofna til samvinnu opinberra aðila við einkaaðila um tilteknar vegaframkvæmdir og gjaldtöku vegna þeirra.
Vegagerðin telur nauðsynlegt að fara í um 200 verkefni á næsta aldarfjórðungi sem áætlað er að kosti yfir 400 milljarða króna. Þó að aukið fjármagn hafi komið til vegagerðar í gildandi fjármálaáætlun þá dugar það engan veginn til að fullnægja þörfinni. Það þarf því að finna leiðir til þess að fjármagna framkvæmdir og flýta þeim eins og kostur er.
Sumarið 2018 skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra starfshóp til að fjalla um forgangsröðun framkvæmda og nýjar leiðir til fjármögnunar þeirra. Starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í apríl 2019, sbr. fylgiskjal. Meðal annars lagði starfshópurinn til að í þeim tilvikum þar sem samvinnuverkefni (PPP) væri raunhæfur kostur, þ.e. í stórum og vel skilgreindum nýframkvæmdum, væri sú leið farin. Starfshópurinn nefndi sem dæmi um slík verkefni annars vegar Sundabraut og hins vegar tvöföldun Hvalfjarðarganga. Í einhverjum tilvikum kæmi jafnframt til greina að semja við einkaaðila um að annast hluta fjármögnunar framkvæmdanna til móts við fjárframlag af samgönguáætlun.
Hvað varðar sjónarmið við gjaldtöku af umferð lagði starfshópurinn til að gjaldtaka af umferð til að standa undir kostnaði við flýtiframkvæmdir miðaðist við hverja framkvæmd fyrir sig og gjald væri í samræmi við kostnað þeirrar framkvæmdar.
Á grundvelli þessara niðurstaðna áformar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nú að á haustþingi 2019 verði lagt fram lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir að heimilt sé að bjóða tilteknar framkvæmdir út. Þær framkvæmdir sem nú er fyrirhugað að frumvarpið taki til sem samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila eru eftirfarandi: brú yfir Ölfusá, brú yfir Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, Sundabraut.
Ábyrgð einkaaðila nær til fjármögnunar verkefnisins, í heild eða að hluta, framkvæmdarinnar sjálfrar, og reksturs og viðhalds að framkvæmd lokinni og þar til gjaldtöku lýkur. Samið verði um gjaldtöku í tiltekinn tíma, þ.e. þar til framkvæmdin er fullfjármögnuð. Gjaldtakan falli niður að þeim tíma loknum. Í lok samningstíma færist eignarhald innviða yfir til ríkisins.
Þá verður í frumvarpinu fjallað eignarhald á viðkomandi samgöngumannvirkjum og stöðu í íslenska vegakerfinu. Jafnframt er nauðsynlegt að í lögunum sé að finna skýrar heimildir til gjaldtöku af hálfu þeirra aðila sem samið verður við, þ.e. með hvaða hætti slíkt gjald skuli lagt á og hvaða takmörkunum gjaldtakan er háð, ábyrgð á greiðslu gjaldsins, innheimtu- og sektarheimildir ef látið er hjá líða að greiða gjaldið, eftirlit með gjaldtökunni o.s.frv.
Umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um áformin er meðfylgjandi.
ViðhengiGóðan dag,
Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um málið.
Virðingarfyllst,
Stefanía K. Ásbjörnsdóttir
ViðhengiÁgæti viðtakandi,
Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um frumvarp til laga um heimild til að stofna til samvinnu opinberra aðila og einkaaðila um fjármögnun, framkvæmdir og veghald á tilteknum köflum þjóðvega.
Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.
Með góðum kveðjum
F.h. SAF
Gunnar Valur Sveinsson
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Félags íslenskra bifreiðaeigenda um áform um lagasetningu í máli nr. S-166/2019 um samvinnu opinberra aðila og einkaaðila um fjármögnun, framkvæmdir og veghald á tilteknum köflum þjóðvega.
ViðhengiÁgæti viðtakandi,
Meðfylgjandi er skoðun mín og ábendingar vegna fyrirhugaðra breytinga á vegalögum og setningar laga um samstarfsverkefni um vegaframkvæmdir.
Með kveðju,
Stefán Jón Friðriksson
ViðhengiHér má nálgast umsögn Samgöngufélagsins, dags. 16. júlí 2019 um málsefnið.
Jónas Guðmundsson,
fyrisvarsmaður.
Viðhengi