Samráð fyrirhugað 27.09.2018—12.10.2018
Til umsagnar 27.09.2018—12.10.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 12.10.2018
Niðurstöður birtar 27.05.2020

Grænbók fyrir málaflokkinn fjarskipta- og póstmál

Mál nr. 143/2018 Birt: 27.09.2018 Síðast uppfært: 27.05.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Niðurstaðan var í stuttu máli sú að 11 umsagnir bárust og var tekið tillit til umsagna eins og efni gafst til.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 27.09.2018–12.10.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 27.05.2020.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið leggur fram til umsagnar grænbók fyrir málaflokkinn fjarskipta- og póstmál. Undir þann málaflokk falla fjarskipti, netöryggismál, póstmál og málefni Þjóðskrár Íslands.

Á grundvelli laga nr. 123/2015, um opinber fjármál, er viðfangsefnum ríkisins skipt upp í málefnasvið og fyrir hvert málefnasvið og málaflokk skal liggja fyrir stefna sem m.a. skal kynna í greinargerð með fjármálaáætlun hvers árs.

Í nóvember 2017 hófst stefnumótunarvinna á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis fyrir starfsemi og viðfangsefni sem tilheyra málaflokknum fjarskipti og póstmál á málefnasviði 11, samgöngur og fjarskipti.

Hafa ber í huga að ekki er verið að móta fyrstu stefnu fyrir málaflokkinn eða einstök viðfangsefni innan hans. Í fyrirhugaðri stefnu er ætlunin að a) mæta umtalsverðri og fyrirsjáanlegri tækniþróun b) endurskoða fyrirliggjandi stefnur og c) sameina stefnur í fjarskiptum, póstmálum, netöryggismálum og málefnum Þjóðskrár Íslands (ÞÍ) í einni þingsályktun, þ.e. lögbundinni þingsályktun um fjarskipti, og d) taka mið af samþættingu allra stefna og áætlana sem falla undir málefnasvið ráðuneytisins.

Undir málaflokkinn fjarskipti og póstmál falla hér í þessu skjali viðfangsefni Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, fjarskiptasjóðs, Íslandspósts ohf. (ÍSP), ÞÍ og yfirfasteignamatsnefndar eða með öðrum orðum fjarskipti, póstmál, netöryggismál og málefni Þjóðskár Íslands.

Stefna um net- og upplýsingaöryggi verður birt sem hluti af fjarskiptaáætlun en sérstök stefna um netöryggismál er í gildi og er hún frá árinu 2015. Jafnframt er gert ráð fyrir að stefna í viðfangsefnum Þjóðskrár Íslands verði hluti af fjarskiptaáætlun, að undanskilinni starfsemi Ísland.is sem er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðuneytis. Viðfangsefni Þjóðskrár Íslands voru áður á málefnasviði 6 (ath. með fyrirvara um að formleg ákvörðun hefur ekki verið tekin um þetta).

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 12. október 2018 í samráðsgátt https://samradsgatt.island.is

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#2 Ingimar Örn Jónsson - 09.10.2018

Í lista yfir helstu hagsmunaaðila vantar Rannsókna- og háskólaneti Íslands (RHnet).

Rannsókna og háskólanet Íslands hf. (RHnet) var stofnað 24. janúar 2001 til að koma á hraðvirku neti háskóla og rannsóknastofna á Íslandi og til að tengja þessar stofnanir við erlend rannsókna og háskólanet. RHnet tengist NORDUnet beint og þaðan til stærstu háskólaneta Evrópu og Ameríku.

Kveðja,

Ingimar Örn Jónsson

Afrita slóð á umsögn

#3 Veðurstofa Íslands - 09.10.2018

Veðurstofa Íslands er hagsmunaaðili þegar kemur að netöryggi landsins.

Ísland er í mörgu frábrugðið hinum Norðurlöndunum hvað varðar þau náttúruöfl sem fyrir hendi eru. Nefna má virk eldfjöll, mikla jarðskjálftavirkni og jökulhlaup. Hlutverk Veðurstofunnar er að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar jafnframt því að styðja sjálfbæra nýtingu hennar og samfélagslega hagkvæmni. Því hlutverki sinnir stofnunin með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun, varðveislu og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga. Liggi fjarskiptanet Veðurstofunnar niðri er þá stundina hvorki verið að vakta náttúruna né vara við hamförum. Þá fellur flugleiðsaga yfir Atlantshafið niður þannig að loka verður flugvöllum.

Afrita slóð á umsögn

#4 Örn Orrason - 09.10.2018

Bls 18 Fylgiskjal fjarskipti.

„Verð á fjarskiptaþjónustu sé sambærilegt við það sem best gerist í Evrópu.“

"Verð á fjarskiptaþjónustu á Íslandi við önnur OECD lönd er að mestu viðunandi og til samræmis við sett markmið. Ísland kemur lakast út í samanburði á verði á háhraðanettengingum. Orsökin felst að mestu leyti í miklum kostnaði innlendra fjarskiptafyrirtækja vegna tenginga um sæstrengi við önnur lönd."

Farice hafnar þessum fullyrðingum. Auðvelt er að sýna út frá meðaltalsútreikningum að kostnaður vegna útlandasambanda er um 10% að meðaltali af heildargjaldi vegna heimilisþjónustu. Þannig er heimtaugin um þrefalt dýrari en útlandahlutinn svo að dæmi séu tekin.

-----------

Aðgerð M.2.j. “Stuðlað verði að samkeppnishæfni og aukinni nýtingu sæstrengja.”

Þetta eru góð og gild markmið en fremur óljós. Aukin nýting núverandi sæstrengja fæst með því að stækka markaðinn þ.e.a.s. draga inn gagnaveraviðskiptavini erlendis frá. Mörg atriði stuðla að því að það geti gerst.

Afrita slóð á umsögn

#5 Víðir Gíslason - 12.10.2018

Gerfihnattaleiðsaga í Grænbók, nokkrar pælingar.

1. Er aðgengi Íslands að GNSS/SBAS þjónustu flokkað sem fjarskiptamál?

2. Er “PNT” þjónusta almennt, fjarskiptamál? (Position, Navigation, Timing)

3. Á umfjöllun um þessa hagsmuni heima í grænbókinni?

4. Verður fjallað um málið af dýpt í nýrri fjarskiptaáætlun?

Þessir atriði tengjast mjög öryggisþjónustu og öryggismálum, sem eru áhersluþættir í nýrri samgönguáætlun, enda mikilvægir í hvers konar samgöngum.

Opinber stefnumörkun virðist ekki til, þrátt fyrir mikilvægi þjónustunnar.

Fullur styrkur á EGNOS/SBAS merkjum, er m.a. nauðsynlegur til að nýjar þyrlur Landhelgisgæslunnar geti nýtt búnað til nákvæmnisleiðsögu.

Brýnt er að taka ákvörðun sem fyrst, þar sem nokkur ár tekur að virkja þjónustu, í kjölfar ákvörðunar og samninga.

Athygli vekur að Isavia skuli ekki vera hagsmuna- og samráðsaðili, vegna reksturs hverskonar flugfjarskipta.

Afrita slóð á umsögn

#6 Jóhann Sveinn Sigurleifsson - 12.10.2018

Umsögn send inn fyrir hönd Gagnaveitu Reykjavíkur, kt. 691206-3780. Sjá viðhengi.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Eiríkur Hauksson - 12.10.2018

Umsögn Símans hf. er í viðhengi.

Afrita slóð á umsögn

#8 Sindri Steingrímsson - 12.10.2018

Til framtíðar er mikilvægt fyrir Landhelgisgæslu Íslands að þjónusta s.s. SBAS, EGNOS/WAAS sé til staðar, á landinu öllu. Nýjar þyrlur LHG verða útbúnar til að geta nýtt þá tækni til aukins öryggis í rekstrinum.

Sindri Steingrímsson

Flugrekstrarstjóri

Afrita slóð á umsögn

#9 Auður Inga Ingvarsdóttir - 12.10.2018

Sjá umsögn Mílu ehf. í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Samtök iðnaðarins - 12.10.2018

Gott kvöld

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins.

Virðingarfyllst,

Björg Ásta Þórðardóttir,

lögfræðingur SI

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Skúli Þór Gunnsteinsson - 17.10.2018

Innsett umsögn 112 sem barst ráðuneytinu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Skúli Þór Gunnsteinsson - 17.10.2018

Innsett umsögn Símans sem barst ráðuneytinu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Skúli Þór Gunnsteinsson - 17.10.2018

Innsent erindi RÚV sem sent var ráðuneytinu:

RÚV hefur, ásamt Evrópskum samstarfsaðilum í gegn um samtök útsendingaaðila í Evrópu, EBU, verið að skoða og prófa útsendingar yfir LTE, stundum kallað eMBMS. Það sem við EBU aðilar hafa verið að þrýsta á er að fá þetta inn í farsímastaðlana, þannig að útsendingar framtíðarinnar nýti sér farsímasendanetið. Þetta er komið í 3GPP revision 19 staðalinn fyrir LTE, og nú stendur yfir vinna að fá þetta í 5G staðalinn.

Grunnhugmyndin er sú að hægt sé að senda út sjónvarps- og útvarpsmerki yfir farsímakerfið og að móttakandi þurfi ekki að vera í áskrift hjá neinum til að taka við efninu, ekki frekar en þeir vilja (sama grunnhugmynd og á núverandi DVB kerfi).

RÚV vill meina að það sé réttast að koma umræðu um svona útsendingar inn í regluverkið, a.m.k. inn í umræðuna, svo aðilar geti tekið afstöðu til hversu fýsilegt þetta er til framtíðar.

RÚV auk a.m.k. skandinavískra samstarfsstofnana þeirra, sjá nefnilega þetta sem hugsanlegan arftaka DVB kerfisins, sem þarfnast endurskoðunar fyrir árið 2028, og um svipað leyti hjá hinum Norðurlandaþjóðum.