Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.9.–12.10.2018

2

Í vinnslu

  • 13.10.2018–26.5.2020

3

Samráði lokið

  • 27.5.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-143/2018

Birt: 27.9.2018

Fjöldi umsagna: 12

Annað

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Grænbók fyrir málaflokkinn fjarskipta- og póstmál

Niðurstöður

Niðurstaðan var í stuttu máli sú að 11 umsagnir bárust og var tekið tillit til umsagna eins og efni gafst til.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið leggur fram til umsagnar grænbók fyrir málaflokkinn fjarskipta- og póstmál. Undir þann málaflokk falla fjarskipti, netöryggismál, póstmál og málefni Þjóðskrár Íslands.

Nánari upplýsingar

Á grundvelli laga nr. 123/2015, um opinber fjármál, er viðfangsefnum ríkisins skipt upp í málefnasvið og fyrir hvert málefnasvið og málaflokk skal liggja fyrir stefna sem m.a. skal kynna í greinargerð með fjármálaáætlun hvers árs.

Í nóvember 2017 hófst stefnumótunarvinna á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis fyrir starfsemi og viðfangsefni sem tilheyra málaflokknum fjarskipti og póstmál á málefnasviði 11, samgöngur og fjarskipti.

Hafa ber í huga að ekki er verið að móta fyrstu stefnu fyrir málaflokkinn eða einstök viðfangsefni innan hans. Í fyrirhugaðri stefnu er ætlunin að a) mæta umtalsverðri og fyrirsjáanlegri tækniþróun b) endurskoða fyrirliggjandi stefnur og c) sameina stefnur í fjarskiptum, póstmálum, netöryggismálum og málefnum Þjóðskrár Íslands (ÞÍ) í einni þingsályktun, þ.e. lögbundinni þingsályktun um fjarskipti, og d) taka mið af samþættingu allra stefna og áætlana sem falla undir málefnasvið ráðuneytisins.

Undir málaflokkinn fjarskipti og póstmál falla hér í þessu skjali viðfangsefni Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, fjarskiptasjóðs, Íslandspósts ohf. (ÍSP), ÞÍ og yfirfasteignamatsnefndar eða með öðrum orðum fjarskipti, póstmál, netöryggismál og málefni Þjóðskár Íslands.

Stefna um net- og upplýsingaöryggi verður birt sem hluti af fjarskiptaáætlun en sérstök stefna um netöryggismál er í gildi og er hún frá árinu 2015. Jafnframt er gert ráð fyrir að stefna í viðfangsefnum Þjóðskrár Íslands verði hluti af fjarskiptaáætlun, að undanskilinni starfsemi Ísland.is sem er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðuneytis. Viðfangsefni Þjóðskrár Íslands voru áður á málefnasviði 6 (ath. með fyrirvara um að formleg ákvörðun hefur ekki verið tekin um þetta).

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 12. október 2018 í samráðsgátt https://samradsgatt.island.is

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Ottó V. Winther

srn@srn.is