Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–18.7.2019

2

Í vinnslu

  • 19.2019–22.7.2020

3

Samráði lokið

  • 23.7.2020

Mál nr. S-172/2019

Birt: 4.7.2019

Fjöldi umsagna: 2

Áform um lagasetningu

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Áform um lagasetningu - Breyting á lögum nr. 3/2006 um ársreikninga og lögum nr. 138/1994 um einkahlutafélög

Niðurstöður

Áform um lagasetninguna voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda 4. – 18. júlí 2019. Tvær umsagnir bárust um áformin. Ekki voru gerðar breytingar á áformum um lagsetningu vegna framangreindra umsagna. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, með síðari breytingum (skil ársreikninga) var kynnt í samráðsgáttinni 19.-26. nóvember 2019.

Málsefni

Áformað er að breyta lögum um ársreikninga til skýringa á ákvæðum laganna um heimild ársreikningaskrár til að krefjast skipta á búi félags sé ársreikningi ekki skilað til ársreikningaskrár innan þess frests sem kveðið er á um í lögunum.

Nánari upplýsingar

Með lögum nr. 73/2016 um breytingu á lögum um ársreikninga voru m.a. gerðar breytingar sem miða að því að auka gagnsæi í viðskiptum, þ.m.t. að sporna við kennitöluflakki og bæta skil ársreikninga. Í því sambandi var lögð til breyting á 1. gr. laganna til að tryggt sé að öll félög sem falla undir lög um ársreikninga skili ársreikningum til ársreikningaskrár hvort sem þau stunda atvinnurekstur eða ekki. Einnig voru styrktar heimildir ársreikningaskrár til að leggja á sekt vegna vanskila á ársreikningi. Þá var heimild til að krefjast skipta á búi félags sem ekki skilar ársreikningi til opinberrar birtingar færð frá ráðherra til ársreikningaskrár og tímamörkin stytt og ráðherra veitt heimild til að setja reglugerð um framkvæmd við gerð kröfu um skipti á búi félags.

Þrátt fyrir bætt skil ársreikninga í kjölfar fyrrgreindra lagabreytinga er þörf á frekari úrbótum til að bregðast við uppsöfnuðum vanda á þessu sviði. Enn er fjöldi félaga sem ekki skilar ársreikningi og ekki liggur fyrir hvort um er að ræða félög sem eru í rekstri. Gera má ráð fyrir að nokkur hluti þessara félaga séu ekki í rekstri en mikilvægt er að bregðast við með því að afskrá og/eða slíta þeim félögum sem ekki skila ársreikningi og skekkja þannig heildarmynd af viðskiptalífinu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa orku, iðnaðar og viðskipta

postur@anr.is