Samráð fyrirhugað 04.07.2019—09.09.2019
Til umsagnar 04.07.2019—09.09.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 09.09.2019
Niðurstöður birtar 02.07.2020

Starfshópur um skattalegt umhverfi þriðja geirans

Mál nr. 173/2019 Birt: 04.07.2019 Síðast uppfært: 02.07.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra um skattalegt umhverfi þriðja geirans skilaði skýrslu til ráðherra þann 29. janúar sl. Niðurstöður starfshópsins voru þær að útvíkka ætti skattalega hvata og lögfesta nýja þegar kemur að starfsemi þriðja geirans. Starfshópnum bárust alls 10 umsagnir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér og sjá nánari umfjöllun um niðurstöður starfshópsins og umfjöllun um einstaka tillögur: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/03/Nyir-hvatar-til-ad-styrkja-skattalegt-umhverfi-thridja-geirans-verdi-logfestir/

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 04.07.2019–09.09.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 02.07.2020.

Málsefni

Ósk um ábendingar og/eða tillögur frá hagsmunaaðilum sem stutt geta við vinnu starfshóps um skattalegt umhverfi þriðja geirans.

Þann 1. apríl sl. skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp til að fara yfir skattalegt umhverfi þeirrar starfsemi sem fellur undir þriðja geirann, þ.e. starfsemi sem fellur hvorki undir einkageirann né opinbera geirann, sjá nánar: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/04/09/Skattalegt-umhverfi-thridja-geirans-styrkt/.

Þar má t.d. nefna íþróttafélög, björgunarsveitir, góðgerðarfélög og mannúðarsamtök. Í skipunarbréfinu kemur fram að einnig verði horft til menningarstarfsemi eftir því sem við getur átt, bæði listasöfn og hvers kyns annað menningarstarf.

Starfshópnum er ætlað að leggja fram tillögur að breytingum, eftir atvikum á reglugerðum og lögum, sem gilda um skattlagningu á þeirri starfsemi sem fellur undir þriðja geirann eða telst til menningarstarfsemi. Starfshópurinn skal hafa að leiðarljósi að skattalegt umhverfi geti eflt og styrkt það mikilvæga starf sem unnið er af þúsundum sjálfboðaliða um allt land. Sérstaklega verði horft til þess að enn frekar verði hvatt til þess að einstaklingar og lögaðilar leggi starfsemi þriðja geirans lið. Þá verði leitast við að auka samræmi í lögum og reglum við sambærilega starfsemi í nágrannaríkjum okkar þar sem það er til bóta.

Á fundum starfshópsins hafa ákveðin atriði verið tekin til skoðunar. Þau helstu eru eftirfarandi:

• hugsanleg skilgreining á hugtökunum „almannaheill“ og „atvinnurekstur“ í lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt,

• skattskylda fjármagnstekna hjá félögum sem starfa til almannaheilla,

• gjafafrádráttur atvinnufyrirtækja og hugsanlegur gjafafrádráttur einstaklinga,

• málaflokkar gjafafrádráttar,

• aðrir skattalegir hvatar, s.s. hugsanleg undanþága frá stimpilgjaldi, lækkun fasteignaskatts, aukinn innskattsréttur í virðisaukaskatti og endurgreiðsla virðisaukaskatts af húsnæði undir starfsemi til almenningsheilla.

Í vinnunni hefur komið fram mikilvægi þess að fá fram sjónarmið hagsmunaaðila sem tengjast starfsemi þriðja geirans. Í ljósi þess óskar starfshópurinn hér með eftir afstöðu hagsmunaaðila til ofangreindra atriða sem hafa ásamt öðrum verið til umræðu á fundum starfshópsins.

Auk þess er óskað eftir öðrum ábendingum og/eða tillögum frá hagsmunaaðilum sem stutt geta við vinnu starfshópsins eða aðgerðum sem stuðlað geta að eflingu og styrkingu á skattalegu umhverfi þriðja geirans.

Samhliða þessu er óskað eftir afstöðu hagsmunaaðila til núgildandi skattareglna og þá hvort að sýnilegar hindranir séu til staðar á núgildandi regluverki vegna skattlagningar á þeirri starfsemi sem talin er falla undir starfsemi þriðja geirans.

Starfshópurinn mun m.a. nota þau gögn sem hann fær í hendur til að vinna skýrslu um aðgerðir til að efla og styrkja skattalegt umhverfi þriðja geirans.

Samandregnar niðurstöður úr innsendum erindum verða birtar í skýrslunni en tillögur verða ekki sundurgreindar eftir hagsmunaaðilum.

Frestur til að skila inn ábendingum og/eða tillögum til starfshópsins er til og með föstudeginum 30. ágúst 2019. Senda skal ábendingar og/eða tillögur í samráðsgátt stjórnvalda, https://samradsgatt.island.is/.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Erling Jóhannesson - 30.08.2019

Meðfylgjandi er umsögn Bandalags íslenskar listamanna við störf nefndar umendurskoðun skattaumhverfis þriðja pakkans.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Almannaheill,samtök þriðja geirans - 04.09.2019

Sjá viðhengi.

Viðhengi Viðhengi Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samband íslenskra sveitarfélaga - 09.09.2019

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samtök atvinnulífsins - 09.09.2019

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins.

Virðingarfyllst,

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Guðfinna H Þorvaldsdóttir - 09.09.2019

Í viðhengi er umsögn sem undirrituð sendir fyrir hönd Krabbameinsfélags Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Íþrótta-og Ólympíusamband Ísl - 09.09.2019

Meðfylgjandi er umsögn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem óskað var eftir vegnað vinnu starfshóps um skattalegt umhverfi þriðja geirans.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Rauði krossinn á Íslandi - 13.09.2019

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Sorgarmiðstöð - 13.09.2019

Góðan dag,

f.h. Sorgarmiðstöðvar, kt. 521118-0400, sendum við ábendingar og tillögur sbr. meðfylgjandi skjal.

Með kærri kveðju,

Helena R. Sigmarsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Slysavarnafélagið Landsbjörg - 13.09.2019

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Knattspyrnusamband Íslands - 05.11.2019

Sjá umsögn í viðhengi.

Viðhengi