Samráð fyrirhugað 04.07.2019—26.08.2019
Til umsagnar 04.07.2019—26.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 26.08.2019
Niðurstöður birtar

Varnarlína um hlutfall fjárfestingarbankastarfsemi

Mál nr. 174/2019 Birt: 04.07.2019 Síðast uppfært: 28.08.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (04.07.2019–26.08.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til að takmarka fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabanka.

Fyrirhugað er að takmarka beina og óbeina stöðutöku kerfislega mikilvægra viðskiptabanka þannig að eiginfjárþörf vegna hennar megi ekki vera umfram 15% af eiginfjárgrunni þeirra. Er það í samræmi við tillögu í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Lagasetningunni er ætlað að takmarka áhættu innstæðueigenda og ríkissjóðs af fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabanka en tryggja um leið að viðskiptabankar hafi svigrúm til að taka við og vinna úr fullnustueignum og veita þjónustu á borð við viðskiptavakt og sölutryggingu.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Arion banki hf. - 22.08.2019

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Landsbankinn hf. - 26.08.2019

Umsögn í samráðsgátt um áform um lagasetningu - varnarlína um hlutfall fjárfestingarbankastarfsemi, mál nr. S-174/2019

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Íslandsbanki hf. - 26.08.2019

Vísað er til áforma um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, sem Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda. Þar eru kynnt áform sem fela í sér takmörkun á heimildum kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja til að starfrækja áhættusama fjárfestingarbankastarfsemi og takmarka með því áhættu innstæðueigenda og ríkisins af slíkri starfsemi.

Íslandsbanki lýsir sig ekki andvígan áformum um takmörkun á umfangi fjárfestingarbankastarfsemi innan viðskiptabanka og telur raunar að fortíðin hafi að geyma tilvik, þar sem slík takmörkun hefði verið gagnleg. Á hinn bóginn ber að fara gætilega við lagasetningu sem ætlað er að setja starfsheimildum fjármálafyrirtækja takmörk og alveg sérstaklega þegar til umfjöllunar er að setja sér-íslenskar reglur, sem geta dregið úr samkeppnishæfni innlendra fjármálafyrirtækja í samkeppni við erlend og veikt innlendan verðbréfamarkað.

Gerð er athugasemd við þau áform að takmarkanir eigi ekki að taka til allra viðskiptabanka. Áformaðar takmarkanir myndu þannig ekki taka til þess viðskiptabanka sem í dag höfðar sérstaklega til neytenda með tilboðum um háa innlánsvexti og er jafnframt sá banki sem hefur hlutfallslega umfangsmestu fjárfestingarbankastarfsemina. Er tryggt að sú löggjöf sem áformum er lýst um tryggi hag þeirra innlánseigenda nægilega? Gæti falist í því dulin áhætta fyrir ríkissjóð? Mælt er með því að þær ráðstafanir, sem ætlað er að tryggja hag innlánseigenda og ríkisins, verði almennar og taki til allra viðskiptabanka.

Í áformunum virðist sem eignarhald á fullnustueignum verði felld undir fjárfestingarbankastarfsemi. Eignarhald og umsýsla með fullnustueignir er nauðsynlegur þáttur í starfi viðskiptabanka og hefur enga sérstaka tengingu við fjárfestingarbankastarfsemi. Mikilvægt er að slíkar takmarkanir taki aðeins til þess hluta eignasafns viðskiptabanka, sem tengist með beinum hætti fjárfestingarbankastarfsemi eins og hún verður skilgreind í lögum. Þannig væri ekki óeðlilegt að lögin takmarki umfang verðmætis hlutabréfa sem banki leysir til sín til að fullnusta t.d. lán til eignarhaldsfélaga, enda hefði það lán væntanlega fallið takmörkunina fyrir fullnustuaðgerð. Þá þarf að gæta þess að takmarka ekki heimildir fjármálafyrirtækja til að gæta hagsmuna sinna með því að leysa til sín veðsettar eignir.

Íslandsbanki lýsir sig reiðubúinn til þess að taka þátt frekari samvinnu við undirbúning þeirrar löggjafar sem boðuð er í samráðsskjalinu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Hagsmunasamtök heimilanna - 26.08.2019

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Már Wolfgang Mixa - 28.08.2019

Viðhengi