Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.7.–26.8.2019

2

Í vinnslu

  • 27.8.2019–25.2.2020

3

Samráði lokið

  • 26.2.2020

Mál nr. S-174/2019

Birt: 4.7.2019

Fjöldi umsagna: 5

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Varnarlína um hlutfall fjárfestingarbankastarfsemi

Niðurstöður

Fimm umsagnir bárust, frá Arion banka hf., Hagsmunasamtökum heimilanna, Íslandsbanka hf., Landsbankanum hf. og Má Wolfgang Mixa. Viðbrögðum við athugasemdum er lýst í 5. kafla greinargerðar með drögum að frumvarpi sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda sem mál nr. S-53/2020.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til að takmarka fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabanka.

Nánari upplýsingar

Fyrirhugað er að takmarka beina og óbeina stöðutöku kerfislega mikilvægra viðskiptabanka þannig að eiginfjárþörf vegna hennar megi ekki vera umfram 15% af eiginfjárgrunni þeirra. Er það í samræmi við tillögu í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Lagasetningunni er ætlað að takmarka áhættu innstæðueigenda og ríkissjóðs af fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabanka en tryggja um leið að viðskiptabankar hafi svigrúm til að taka við og vinna úr fullnustueignum og veita þjónustu á borð við viðskiptavakt og sölutryggingu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

gunnlaugur.helgason@fjr.is