Samráð fyrirhugað 05.07.2019—26.08.2019
Til umsagnar 05.07.2019—26.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 26.08.2019
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um fjárhagslegar viðmiðanir

Mál nr. S-175/2019 Birt: 05.07.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 05.07.2019–26.08.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 um vísitölur sem notaðar eru sem viðmiðanir í fjármálagerningum og fjárhagslegum samningum eða til að mæla árangur fjárfestingarsjóða.

Reglugerðin hefur að geyma reglur um gerð og notkun viðmiðunarvísitalna á borð við Euribor-vexti sem liggja til grundvallar ýmsum samningum á sviði fjármálamarkaðar. Meðal annars er mælt fyrir um starfshætti aðila sem taka saman viðmiðunarvísitölur, starfsleyfi, aðferðafræði við vinnslu viðmiðunarvísitalna og eftirlit.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.