Samráð fyrirhugað 05.07.2019—26.08.2019
Til umsagnar 05.07.2019—26.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 26.08.2019
Niðurstöður birtar 28.08.2019

Áform um frumvarp til laga um fjárhagslegar viðmiðanir

Mál nr. 175/2019 Birt: 05.07.2019 Síðast uppfært: 27.02.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 05.07.2019–26.08.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 28.08.2019.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 um vísitölur sem notaðar eru sem viðmiðanir í fjármálagerningum og fjárhagslegum samningum eða til að mæla árangur fjárfestingarsjóða.

Reglugerðin hefur að geyma reglur um gerð og notkun viðmiðunarvísitalna á borð við Euribor-vexti sem liggja til grundvallar ýmsum samningum á sviði fjármálamarkaðar. Meðal annars er mælt fyrir um starfshætti aðila sem taka saman viðmiðunarvísitölur, starfsleyfi, aðferðafræði við vinnslu viðmiðunarvísitalna og eftirlit.

Tengd mál