Samráð fyrirhugað 05.07.2019—12.08.2019
Til umsagnar 05.07.2019—12.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 12.08.2019
Niðurstöður birtar 27.05.2020

Áform um endurskoðun löggjafar um fjarskipti

Mál nr. 176/2019 Birt: 05.07.2019 Síðast uppfært: 27.05.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Niðurstaða málsins var sú að ein umsögn barst og var frumvarp samið, sjá niðurstöðu samráðs í máli nr. 304/2019.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 05.07.2019–12.08.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 27.05.2020.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra áformar að leggja fram frumvarp til nýrra heildarlaga um fjarskipti og um breytingar á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, til innleiðingar á nýjum fjarskiptapakka ESB (BEREC-reglugerð ESB nr. 2018/1971 og EECC-tilskipun ESB nr. 2018/1972).

Reglugerð (ESB) nr. 2018/1971 um samstarfsvettvang evrópskra eftirlitsaðila á sviði fjarskipta (BEREC-reglugerðin) leysir af hólmi gildandi reglugerð sama efnis. Hún felur jafnframt í sér breytingar á svonefndri TSM-reglugerð ESB (Telecom Single Market Regulation) nr. 2015/2120.

Tilskipun (ESB) nr. 2018/1972 er ný grunngerð á sviði fjarskipta (e. European Electronic Communications Code). Hún er uppfærsla á eldri gerðum (e. recast), en hefur þó að geyma margvíslegar breytingar og nýmæli.

Með áformuðum lagabreytingum er stefnt að því að færa löggjöf hér á landi til samræmis við endurnýjað samevrópskt regluverk á sviði fjarskipta (nýjan fjarskiptapakka ESB frá 2018).

Ráðuneytið óskar eftir umsögnum frá haghöfum um fyrirliggjandi áform.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Jóhann Sveinn Sigurleifsson - 12.08.2019

Sent inn fyrir hönd Gagnaveitu Reykjavíkur.

Viðhengi