Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–19.7.2019

2

Í vinnslu

  • 20.7.2019–27.5.2020

3

Samráði lokið

  • 28.5.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-177/2019

Birt: 5.7.2019

Fjöldi umsagna: 2

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur (stofn fjármagnstekjuskatts).

Niðurstöður

Áformum um framlagningu frumvarpsins hefur verið frestað þar sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem falið hefur verið það verkefni að móta tillögur um endurskoðun skattstofns fjármagnstekjuskatts í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar. Í sáttmálanum kemur fram að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður í 22% í upphafi kjörtímabils í því markmiði að gera skattkerfið réttlátara óháð uppruna tekna. Samhliða verði skattstofn fjármagnstekjuskatts tekinn til endurskoðunar. Gert er ráð fyrir því að tillögur starfshópsins muni liggja fyrir um mitt árið 2020.

Málsefni

Með frumvarpinu er ráðgert að endurskoða stofn fjármagnstekjuskatts sem m.a. felur í sér möguleika á að færast nær því að skattleggja raunávöxtun og hvetja til aukins sparnaðar.

Nánari upplýsingar

Rúmt ár er síðan hækkun fjármagnstekjuskatts í 22% tók gildi en sú hækkun miðar að betra samræmi milli skattlagningar ólíkra tegunda tekna. Um leið voru skattfrelsismörk vaxtatekna hækkuð í 150 þús.kr. Með frumvarpinu er ráðgert að endurskoða stofn fjármagnstekjuskatts sem m.a. felur í sér möguleika á að færast nær því að skattleggja raunávöxtun og hvetja til aukins sparnaðar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

postur@fjr.is