Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.7.–2.9.2019

2

Í vinnslu

  • 3.9.2019–1.6.2020

3

Samráði lokið

  • 2.6.2020

Mál nr. S-178/2019

Birt: 11.7.2019

Fjöldi umsagna: 18

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Áform um lagabreytingar vegna stuðnings stjórnvalda við gerð kjarasamninga

Niðurstöður

1. Lagafrumvarp um skref til afnáms verðtryggingar. - Með hliðsjón af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um markviss skref til afnáms verðtryggingar frá 3. apríl 2019 var ekki talið svigrúm til að bregðast við framkomnum tillögum að breytingum á frumvarpinu. 2.-3. Áform um lagabreytingar vegna jöfnunar lífeyrisréttinda og stuðning við öflun íbúðarhúsnæðis. - Birt voru frumvarpsdrög í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember 2019 (mál nr. 291/2019).

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að lagafrumvarpi um skref til afnáms verðtryggingar og áform um lagabreytingar vegna jöfnunar lífeyrisréttinda og stuðnings við öflun íbúðarhúsnæðis.

Nánari upplýsingar

Í apríl 2019 lýstu stjórnvöld yfir stuðningi við gerð kjarasamninga með aðgerðum sem eiga að styðja við markmið um stöðugleika í efnahagsmálum og bætt kjör launafólks.

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir nú til umsagnar:

1. Drög að lagafrumvarpi um skref til afnáms verðtryggingar.

2. Áform um lagabreytingar vegna jöfnunar lífeyrisréttinda.

3. Áform um stuðning við öflun íbúðarhúsnæðis.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaða

fjr@fjr.is