Samráð fyrirhugað 11.07.2019—02.09.2019
Til umsagnar 11.07.2019—02.09.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 02.09.2019
Niðurstöður birtar 02.06.2020

Áform um lagabreytingar vegna stuðnings stjórnvalda við gerð kjarasamninga

Mál nr. 178/2019 Birt: 11.07.2019 Síðast uppfært: 02.06.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála
  • Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar

Niðurstöður birtar

1. Lagafrumvarp um skref til afnáms verðtryggingar. - Með hliðsjón af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um markviss skref til afnáms verðtryggingar frá 3. apríl 2019 var ekki talið svigrúm til að bregðast við framkomnum tillögum að breytingum á frumvarpinu. 2.-3. Áform um lagabreytingar vegna jöfnunar lífeyrisréttinda og stuðning við öflun íbúðarhúsnæðis. - Birt voru frumvarpsdrög í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember 2019 (mál nr. 291/2019).

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 11.07.2019–02.09.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 02.06.2020.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að lagafrumvarpi um skref til afnáms verðtryggingar og áform um lagabreytingar vegna jöfnunar lífeyrisréttinda og stuðnings við öflun íbúðarhúsnæðis.

Í apríl 2019 lýstu stjórnvöld yfir stuðningi við gerð kjarasamninga með aðgerðum sem eiga að styðja við markmið um stöðugleika í efnahagsmálum og bætt kjör launafólks.

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir nú til umsagnar:

1. Drög að lagafrumvarpi um skref til afnáms verðtryggingar.

2. Áform um lagabreytingar vegna jöfnunar lífeyrisréttinda.

3. Áform um stuðning við öflun íbúðarhúsnæðis.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Þórólfur Geir Matthíasson - 29.07.2019

Sjá meðfylgandi skrá.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Gunnar Þór Baldvinsson - 29.07.2019

Í meðfylgjandi skrá er umsögn um áformaðar breytingar á lögum um lífeyrissjóði.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Laurent Friðrik Arthur Somers - 21.08.2019

Frumvarpið tekur ekki tillit til þess að lántakar gætu hugsanlega viljað nýta sér betri vaxtakjör á lengri verðtryggðum lánum, og frumvarpið tekur ekki skýrt fram hvort aðeins sé átt við "ný" lán í þeim skilningi að um aukna lántöku sé að ræða. Sjá fylgiskjal.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja - 22.08.2019

Sjá í meðfylgjandi skjali umsögn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) um áform um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Ólafur Margeirsson - 25.08.2019

1) Frumvarpið í núverandi mynd býr til reglur (undanþágur) sem því miður verður hvati til að svindla á. Þá er ekki nægilega langt gengið í langtíma takmörkunum á verðtryggðum lánum til einstaklinga. Það er því líklegt að frumvarpið, í núverandi mynd, leiði til of lítillar minnkunar á verðtryggðum lánum, með þeim afleiðingum að óstöðugleiki í hagkerfinu vegna þeirra heldur áfram að vera til staðar.

2) Óþarfi er að takmarka útgreiðslu lífeyrisréttinda hvers konar til kaupa á fasteign við fyrstu kaup. Betri lausn er að gera fólki kleift að nota lífeyrisréttindi sín, bæði séreign og sameign, til kaupa á hvaða fasteign til eigin nota sem er, hvort sem slíkt eru fyrstu kaup eða ekki, sem og til uppgreiðslu áhvílandi íbúðalána.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Alþýðusamband Íslands - 26.08.2019

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Alþýðusambandsins um lagabreytingar vegna stuðnings stjórnvalda vegna kjarasamninga, mál nr. S-178/2019 í Samráðsgátt stjórnvalda.

Bestu kveðjur,

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Landsbankinn hf. - 26.08.2019

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, mál nr. S-178/2019

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Samtök fjármálafyrirtækja - 26.08.2019

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja um ofangreint mál.

Kv .Yngvi Örn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Hagsmunasamtök heimilanna - 26.08.2019

Sjá viðhengi með umsögnum um þau mál sem hér eru sett fram.

Annars vegar um drög að frumvarpi um takmarkanir á notkun verðtryggingar í lánssamningum til neytenda.

Hins vegar um áform um breytingar á lögum um lífeyrissjóði og stuðning til kaupa á fyrstu íbúð.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Landssamtök lífeyrissjóða - 29.08.2019

Umsögn LL um mál S-178/2019

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Viðskiptaráð Íslands - 30.08.2019

Meðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs Íslands. Helstu athugasemdir eru:

1. Heimilin kjósa, án opinberra inngripa, óverðtryggð lán í meira mæli og allar líkur eru á að það haldi áfram ef hagstjórnin fer ekki úr böndunum með verðbólguskoti. Æskilegt er að sú þróun haldi áfram án þeirra takmarkana sem boðaðar eru. Líklegt er að viðmið um vísitölu neysluverðs án húsnæðis sé skaðlegt neytendum og jafnvel lánveitendum vegna meiri sveiflna.

2. Jöfnun lífeyrisréttinda er í grunninn jákvæð en þó er varhugavert hve mikið launatengd gjöld hafi aukist á undanförnum áratugum og spyrja má hvort iðgjöld séu orðin of há.

3. Óskynsamlegt er að halda áfram að beina fé inn á eftirspurnarhlið húsnæðismarkaðarins þar sem það skilar sér fyrst og fremst í verðhækkunum sem getur gengið gegn markmiðum frumvarpsins. Beinar og almennar skattalækkanir auk stuðnings við framboðshliðina væru æskilegri.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Stefán Ólafsson - 31.08.2019

Helstu athugasemdir eru:

1. Varðandi breyttan grundvöll vísitölu neysluverðs:

Þegar horft er til reynslu liðinna áratuga er ljóst að húsnæðisliðurinn hefur hækkað flest árin umfram almennt verðlag. Því er líklegast að þessi breyting verði flest árin til hagsbóta fyrir lántakendur.

2. Varðandi takmörkun verðtryggðra 40 ára jafngreiðslulána og notkun eigin lífeyrissparnaðar launafólks í stað opinbers húsnæðisstuðnings við heimilin:

Til að efna loforð stjórnvalda vegna lífskjarasamningsins er nauðsynlegt að vegleg ný úrræði til að auðvelda tekjulitlu og ungu fólki íbúðakaup komi í stað takmarkaðra heimilda til að nýta verðtryggð 40 ára lán, t.d. með startlánum og eiginfjárlánum. Ekki dugir að auka lítillega heimildir til notkunar lífeyrissparnaðar (þ.e. tilgreindrar séreignar) til íbúðakaupa.

Ef framlag stjórnvalda til húsnæðisstuðnings verður ófullnægjandi er hætta á að takmörkun á notkun 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána verði til að rýra tækifæri lágtekjufólks og nýliða á fasteignamarkaði til þess að eignast íbúðarhúsnæði – og væri þá verr farið en heima setið.

Myndarlegt framlag stjórnvalda til húsnæðisstuðnings fyrir þessa hópa er þannig forsenda þess að stjórnvöld efni loforð sín vegna lífskjarasamningsins til fulls.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Kristinn Máni Þorfinnsson - 01.09.2019

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, mál nr. S-178/2019

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Heiðmar Guðmundsson - 02.09.2019

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Arnaldur Loftsson - 02.09.2019

Í meðfylgjandi skrá er umsögn um áformaðar breytingar á lögum um lífeyrissjóði.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Samtök atvinnulífsins - 02.09.2019

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um áform um lagabreytingar vegna stuðnings stjórnvalda við gerð kjarasamninga.

Virðingarfyllst,

Halldór Benjamín Þorbergsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Már Wolfgang Mixa - 02.09.2019

1. Breyting á viðmið verðtryggðra lána úr vísitölu neysluverðs í vísitölu neysluverðs án húsnæðis

Þetta er einfaldlega galin hugmynd. Með þessu er verið að veita lán til húsnæðiskaupa með tengingu við neyslu fólks nema því sem tengist húsnæði. Oft hefur verið kvartað undan því að verðtryggð lán væru hálfgerð afleiðulán, en nú er verið að klára dæmið endanlega. Höfuðstóll verðtryggðra lána í kjölfar hrunsins hefði hækkað rúmlega 7% meira (!) en hann gerði hefði þessi boðaða vísitala ráðið ríkjum. Var ástandið ekki nógu alvarlegt? Nær væri að miða við húsnæðisvísitöluna sem gerði það að verkum að höfuðstóll verðtryggða lánsins (til kaupa á húsnæði) myndi einfaldlega sveiflast í takti við húsnæðisverð mínus þeim afborgunum sem ættu sér stað á láninu. Ef kreppa ætti sér stað þá myndi húsnæðisverð nær örugglega lækka en líka höfuðstóll lána og íslenskar fjölskyldur þyrftu síður að selja húsnæði sitt og lenda í fjötrum leigumarkaðarins.

2. Stytta lánstíma verðtryggðra lána úr 40 árum í 25 ár.

Það eru töluvert mörg tilfelli þar sem að það hentar fólki vel að hafa hluta af lánum sínum til 40 ára. Auk þess má spyrja sig hvað felist í því að vera fjárráða ef fólk megi ekki taka lán til 40 ára. Hugsanlegur millivegur í þessu væri að það væri hámarks prósenta sem fólk megi fjármagna sig með 40 ára verðtryggðum lánum. Væri til dæmis 40% af kaupum fólks í húsnæði fjármögnuð með slíkum lánum þá væri sá hluti skilgreindur sem leigulán. Þannig væri það ljóst að 40% af húsnæðinu væri afar seint greiddur niður og ætti því að skilgreinast sem leigulán. Lántaki ætti með öðrum orðum ekki að vera í vafa um það að 40% húsnæðisins væri í raun í leigu þó svo að greitt væri einhver prósenta af láninu (um það bil 2% á ári fyrstu 10 árin).

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Brú lífeyrissjóður - 16.09.2019

Viðhengi