Samráð fyrirhugað 09.07.2019—23.08.2019
Til umsagnar 09.07.2019—23.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 23.08.2019
Niðurstöður birtar

Frumvarp, hollustuhættir og mengunarvarnir (viðaukar)

Mál nr. S-179/2019 Birt: 09.07.2019 Síðast uppfært: 11.07.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 09.07.2019–23.08.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Með frumvarpinu er ætlunin að gera nokkrar breytingar á viðaukum í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til laga misræmi milli þeirra. Þá er þörf á að meta hvort tiltekna starfsemi vanti í viðauka við lögin sem og hvort einhver starfsemi sem tilgreind er í viðaukunum megi falla á brott.

Með lögum nr. 66/2017 var gerð breyting á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og nýjum viðaukum bætt við lögin. Í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir eru fimm viðaukar þar sem talin er upp sú starfsemi sem þarf að hafa starfsleyfi frá annað hvort Umhverfisstofnun eða heilbrigðisnefndum sveitarfélaga. Umhverfisstofnun gefur út starfsleyfi fyrir starfsemi á viðaukum I-III og heilbrigðisnefndir á viðaukum IV-V. Í frumvarpi til laga, sem varð að lögum nr. 66/2017, var lagt upp með að Umhverfisstofnun myndi einungis gefa út starfsleyfi samkvæmt lögunum en niðurstaðan varð eins og áður segir að viðaukum laganna var skipt á milli Umhverfisstofnunar og heilbrigðisnefnda. Í lögunum er því að finna misræmi milli viðauka og dæmi eru um að sama starfsemi komi fyrir á tveimur viðaukum sem tilheyra sitt hvort stjórnvaldinu.

Lagt verður upp með að breyta lögunum með þeim hætti að viðauki III hafi ekki að geyma sjálfstæða upptalningu á starfsemi sem þarf að hafa starfsleyfi heldur sé listi yfir starfsemi þar sem útgefandi starfsleyfis þarf að setja sérstök efnisákvæði í starfsleyfi.

Þá verða gerðar breytingar á viðaukum I, II, IV og V með hliðsjón af reynslu við framkvæmd laganna.

Að lokum verður lagt til að í nokkrum tilvikum falli starfsleyfisskylda á brott en viðkomandi starfsemi verði áfram undir eftirliti frá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.