Samráð fyrirhugað 09.07.2019—09.08.2019
Til umsagnar 09.07.2019—09.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 09.08.2019
Niðurstöður birtar 08.01.2021

Frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna

Mál nr. 180/2019 Birt: 09.07.2019 Síðast uppfært: 08.01.2021
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Háskólastig
  • Framhaldsskólastig

Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna var lagt fram sem frumvarp um Menntasjóð námsmanna haustið 2019 að loknu samráði í Samráðsgátt stjórnvalda. Tekið var tillit til athugasemda vegna ábyrgðamanna, samtímagreiðslna og nafnabreytingu. Lög um Menntasjóð námsmanna voru samþykkt á Alþingi hinn 21. júní 2020, nr. 60/2020.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 09.07.2019–09.08.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 08.01.2021.

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að innleitt verði nýtt námsstyrkjakerfi samhliða námslánakerfi. Markmiðið með nýju kerfi er að ganga skrefinu lengra í átt að því að tryggja hagsmuni námsmanna á Íslandi betur en gert hefur verið. Verði frumvarpið að lögum mun það leysa af hólmi gildandi lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna

Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lög hans tækifæri til náms án tillits til efnahags. Um hríð hefur legið fyrir að efna þurfi til heildstæðrar endurskoðunar á lögum um sjóðinn og bregðast við þeim breytingum sem hafa átt sér stað í menntakerfinu. Áhættugreiningar og ársskýrslur LÍN hafa til að mynda undirstrikað þörf fyrir breytingar á starfsemi hans. Á undanförnum árum hafa verið lögð fram tvö frumvörp til heildarlaga um sjóðinn og voru athugasemdir sem bárust við þau höfð til hliðsjónar við gerð þessa frumvarps. Við undirbúning þess var haft samráð við helstu hagaðila málsins, þar á meðal talið námsmannahreyfinguna.

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

· Nafni sjóðsins verður breytt í Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (SÍN).

· Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% af höfuðstóli námsláns þeirra. Styrkurinn er í formi niðurfellingar sem kemur til framkvæmda að námi loknu.

· Námsstyrkur verður veittur vegna framfærslu barna lánþega.

· Veitt er heimild til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána til lánþega sem búa og starfa í brothættum byggðum.

· Veitt er heimild til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána til lánþega vegna tiltekinna námsgreina, svo sem starfs- og verknáms og kennaranáms.

· Endurgreiðslutími námslána er almennt háður lántökufjárhæð en námslán skal ávallt vera að fullu greitt á 65 aldursári lánþega. Námslán greiðast með mánaðarlegum afborgunum í stað tveggja afborgana á ári hverju. Ljúki lánþegi námi fyrir 35 ára aldur getur hann valið hvort endurgreiðslan sé tekjutengd eða með jöfnum greiðslum.

· Nýmæli er að lánþegar geta valið við námslok um hvort þeir endurgreiði námslán með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi.

· Framfærsla námsmanna verður almennt sú sama á Íslandi og erlendis. Veitt er heimild til stjórnar SÍN um að bæta við staðaruppbót til erlendra lánþega í úthlutunarreglum sjóðsins, þ.e. viðbótarláni sem miðast við kostnað og aðrar sérstakar aðstæður á hverjum stað.

· Gert ráð fyrir að afborganir námslána ásamt álagi standi að fullu undir lánveitingum sem SÍN veitir.

· Lánshæfismatsnefnd verður falið að meta lánshæfi náms.

· Lögfest verður skýrari heimild til námslána vegna skólagjalda.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Atli Magnús Gíslason - 10.07.2019

"Endurgreiðslutími námslána er almennt háður lántökufjárhæð en námslán skal ávallt vera að fullu greitt á 65 aldursári lánþega. Námslán greiðast með mánaðarlegum afborgunum í stað tveggja afborgana á ári hverju. Ljúki lánþegi námi fyrir 35 ára aldur getur hann valið hvort endurgreiðslan sé tekjutengd eða með jöfnum greiðslum."

Fyrir einstakling sem byrjar nám á seinni árum er þessi 35 ára regla mjög ósanngjörn. T.d. einstaklingur sem byrjar nám læknisfræði 30 ára (og klárar á réttum tíma) verður orðinn 36 ára að námi loknu og hefur ekki rétt á endurgreiðslu?

Afrita slóð á umsögn

#2 Helena Rós Gilbert - 10.07.2019

Þetta lítur vel út og ég forvitnast um þá sem eru í lengri námi eins og t.d. læknisfræði erlendis. Eins og staðan er í dag þurfa læknisfræði nemar erlendis að fjármagna sjálfir árið eftir 4 ár ef ég man rétt en ég gæti haft rangt fyrir mér... En eru þessar nýju tilbreytingar að hafa jákvæðari áhrif á lengri nám líka? (Eins og t.d. að allt námið sé lánað fyrir og öll ár)

Og annað mun þessi 30% námsstyrkurinn að loknu námi á tilsettum tíma ná yfir nám lengri en hefðbundin 3-4 ára háskóla nám eins og t.d. læknisfræði etc?

Vona að þetta kemst til skila, takk fyrir.

Afrita slóð á umsögn

#3 Aðalsteinn J Magnússon - 10.07.2019

10. júlí 2019,

Undirritaður fagnar nýju frumvarpi enda er þar finna margt jákvætt. Sérstakt atriði sem frumvarpið virðist boða og skýringar óskast við er samt jafnræði milli þeirra sem þiggja og þeirra sem þáðu þáðu þjónustu sjóðsins, sem og það hlutverk hans að jafna aðstöðu til náms. Samkvæmt sýringum á 12. gr. frumvarpsins virðist sem ósk margra eldri lánþega sé að rætast, þ.e. þeirra sem urðu að hafa ábyrgðarmann á lánum sínum, og hafa enn og hafa ávalt verið í skilum, fái sjálfir loksins að taki sjálfir ábyrgð á lánum sínum, enda hafi þeir ávalt verið í skilum. Sjá texta frumvarps hér að neðan. Staðan nú er t.d. að ef háaldraðir foreldrar, mjög svo fullorðinna, fyrrum námsmanna, falla frá verða systkin fyrrum lánþega ábyrgðarmenn "in solidum" og þeirra börn einnig "in solidum falli systkin lánþega frá frá, nema að barn eða barnabarn ábyrgðarmans hafni arfi til að forðast "in solidum" ábyrgð. Það kann að vera undarlegt ef lánþegi hefur alltaf verið í skilum, að annar en lánþegi hafni "in solidum ábyrgð", frænda? Benda verður á að stundum verða barnabörn lánþega ábyrg fyrir námslánum alls óskyldra aðila svo sem fyrrverandi mökum frændfólks. Sérkennilegt en satt. Svo eru einstaklingar, eðlilega, mis viljugt til að taka við ábyrgðum sem sem þeir stofnaði ekki til og vissu kannski ekki af. Fyrir þá sem þekkja gildandi lög hefur líka verið víðtæk heimild til að gjaldfella allt lánið, sem sem nú stendur sem betur fer til að laga eins og eðlilegt er. Það fyrirkomulag sem hér er til umfjöllunar og vanandi breytist með nýjum lögum er forneskjulegt. Vonandi fæst hér í samráðsgáttinni skýrt hver hugsunin er hvað þessu viðvíkur. Er ætlunin að breyta ofansögðu fyrirkomulagi sem nú ríkir samkvæmt gildandi lögum og mætti hafa fleiri orð um?

Í skýringum við gr. 12 í frumvarpi segir orðrétt:

"Til viðbótar má finna nýmæli um að ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum fellur niður við andlát hans enda sé lánþegi í skilum við Stuðningssjóðinn. Miðað er við að skuldari sé í skilum við Stuðningssjóðinn á því námsláni sem ábyrgðarmaðurinn er í ábyrgð fyrir við dánardag ábyrgðarmanns. Með þessu er verið að útfæra nánar þá framkvæmd að hver lánþegi sé sjálfur ábyrgur fyrir endurgreiðslum á eigin námslánum, að uppfylltum skilyrðum sjóðstjórnar."

Það er afar mikilvægt lánþegum í skilum, systkina þeirra svo og öðru erfingja ábyrgðarmans, t.d. barnabörnum að vita að nú skuli þessu linna, samkvæmt vilja löggjafans og nýjum lögum með þessu orðalagi, sem finnst í frumvarpinu. Það er líka mikilvægt að lánþegar og ábyrgðarmenn við aldur, viti hvort ábyrgðir dánarbúa falla strax niður við samþykkt laga, sbr. orðalag frumvarps eins og það er, enda sé lánþegi í skilum og ábyrgðarmaður löngu látinn. Undirritaður vonast eftir athugasemd sem fyrst við umsögn, svo að hægt sé að fylgja athugasemd og spurningu eftir.

Virðingarfyllst,

Aðalsteinn Júlíus Magnússon,

lánþegi frá 1981 til 1991 og í skilum.

Afrita slóð á umsögn

#4 Benedikt Lafleur Sigurðsson - 11.07.2019

Ég tel að veita eigi óskert námslán óháð tekjum þeirra. Þá tel ég að svipað kerfi eigi að innleiða til handa vísinda- og fræðimönnum, listamönnum og handverksfólki og reyndar öllum sem standa að skapandi iðju í samfélaginu. Skynsamlegt væri að koma á hvetjandi punktakerfi og lánstyrktarkerfi, ekki ólíkt SÍN, að miklu leyti sjálfbært, sem tæki mið af gæðum og afköstum lántakenda, eða styrkhafa. Taka mætti mið af því kerfi sem viðgengst í Danmörku.

Afrita slóð á umsögn

#5 Heiðar Hrafn Halldórsson - 11.07.2019

Undirritaður vill koma eftirfarandi til skila varðandi frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna:

Að mati undirritaðs er þessi tillaga mikið framfararskref í annars nokkuð íþyngjandi lánatökum íslenskra háskólanema. Þó furða ég mig á því ef fyrrum háskólanemendur sem að öðru leyti stóðust þau skilyrði sem Stuðningssjóðurinn setur nú munu ekki fá samskonar niðurfellingu skulda sinna og nemendur sem nú eru í námi. Oft ræður aðeins tilviljun ein því hvenær einstaklingur tekur ákvörðun um að fara í háskólanám. Það væri undarlegur ráðahagur að upplifa slíka kjarabót aðeins í hendur þeirra sem eru nógu lánsamir til að stunda háskólanám í dag.

Bestu kveðjur,

Heiðar Hrafn Halldórsson

B.Sc. Sálfræði frá Háskóla Íslands 2012

B.Sc. Ferðamálafræði frá Háskóla Íslands 2014

Afrita slóð á umsögn

#6 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - 16.07.2019

Hjálagt fylgir umsögn Sýslumannsins á Norðurlandi vestra

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Stúdentaráð Háskóla Íslands - 23.07.2019

Í viðhengi er umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands ásamt fylgiskjali.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Byggðastofnun - 31.07.2019

Meðfylgjandi í viðhengi er umsögn Byggðastofnunar um drög að frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Viktor Smári Ágústuson - 31.07.2019

Var skoðað að afnema verðtrygginguna og vextina af lánunum?

Afrita slóð á umsögn

#12 Guðni Gunnarsson - 03.08.2019

Undirritaður hefur þessar athugasemdir við frumvarpið:

Sem fyrrum námsmanni og lánþega finnst mér sem stefni í að enn á ný verði gengið framhjá mínum hópi hvað varðar "leiðréttingu" eftir efnahagshrun í október 2008. Þær hamfarir höfðu í för með sér fjölþættan vanda sem varð til þess að höfuðstóll námslána hækkaði mjög hratt og gerir enn, jafnvel þó fólk standi við lögbundnar endurgreiðslur. Þetta á ekki síst við um þá hópa námsmanna sem lögðu stund á nám í skapandi greinum þar sem nám er oft á tíðum dýrt og laun lág eftir nám.

Ég spyr hvort ekki sé ólögleg mismunun að gefa þeim þegnum landsins sem hefja nám eftir gildistöku nýju laganna 30% niðurfellingu á meðan þeir sem enn eru að greiða af eldri lánum, oft á tíðum mjög þungum, fái enga ívilnun.

Þá finnst mér orðalag við að lán eigi að vera uppgreitt við 65 ára aldur loðið. Er þar átt við að þá falli eftirstöðvar alfarið niður eða er átt við að sjóðurinn geti hafið harkalegar innheimtuaðgerðir sem gætu jafnvel falið í sér upptöku eigna og fjármuna skuldara?

Virðingarfyllst,

Guðni Gunnarsson

MFA frá Goldsmiths College 2007

BA frá Listaháskóla Íslands 2000

Afrita slóð á umsögn

#13 Pétur Þór Gunnlaugsson - 07.08.2019

Umsögn er að finna í viðhengi.

Varðar einkum niðufellingu lána við sérstök skilyrði, að SÍN meti áhættu af að lán endurgreiðist ekki, og niðurfellingu gamalla ábyrgða.

Mbk, Pétur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Hagsmunasamtök heimilanna - 07.08.2019

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Bandalag háskólamanna - 08.08.2019

Í viðhengi er umsögn Bandalags háskólamanna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Alda Margrét Hauksdóttir - 08.08.2019

Umsögn í pdf skjali. Heiti skráar er "Umsögn um Mál nr. S-180/2019"

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Björn Reynir Halldórsson - 08.08.2019

Umsögn frá Stjórn FEDON - Félagi Doktorsnema og nýrannsakenda við Háskóla Íslands.

Afrita slóð á umsögn

#18 Starfsmannafélag L.Í.N. - 08.08.2019

Umsögn starfsmanna Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Björn Reynir Halldórsson - 08.08.2019

Umsögn frá FEDON - félagi Doktorsnema og nýrannsakenda við HÍ.

Viðhengi vantaði síðast.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Landssamtök íslenskra stúdenta - 08.08.2019

Sjá umsögn Landssamtaka íslenskra stúdenta í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Samband íslenskra sveitarfélaga - 08.08.2019

Vinsamlegast sjá meðfylgjandi umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Virðingarfyllst,

f.h. sambandsins,

Vigdís Häsler, lögmaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Píratar - 08.08.2019

Umsögn fylgir í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Kristín Andrea Þórðardóttir - 08.08.2019

Undirrituð vill koma eftirfarandi til skila varðandi frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna:

Ég fagna þessu frumvarpi en skora jafnframt á yfirvöld að frumvarpið feli í sér afturvirkni þar sem að stór hópur fólks situr uppi með afar íþyngjandi námslán, einkum og sér í lagi þar sem kreppuverðbólgan lagðist á höfuðstólinn eftir hrun. Afturvirknin gæti því falið í sér 30% niðurfellingu af höfuðstólnum og niðurfellingu láns við ellilífeyris aldurinn 65-67ára. Einnig að hægt verði að fjarlægja ábyrgðamenn af námslánum afturvirkt.

Kristín Andrea Þórðardóttir

B.Sc. International Business Copenhagen Business School 2004

M.Sc. Marketing Communications Management Copenhagen Business School 2006

Afrita slóð á umsögn

#24 Erpur Snær Hansen - 08.08.2019

Launamunur langskólagenginna og ómenntaðra hérlendis er minnstur skv Evrópskum hagtölum. Það er sérkennilegt fyrirkomulag að langskólagengnir hafi fremur lítinn hvata til menntunar, en flest okkar starfa sem sérfræðingar hjá hinu opinbera. Þetta á sérstaklega við menntunarkostnað sem allur er settur á viðkomandi hérlendis . Bjóða þarf uppá lífeyrisgreiðslur á lánstíma til að draga úr áhrifum á lækkun lífeyris vegna náms. Það gengur ekki að ætlast til að afborganir haldi áfram eftir að lífeyrisaldri er náð, og það með skertan lífeyri í þokkabót. Eins og kerfið er þá fjármagnar langskólafólk dýra sérfræðimenntun sjálft, tapar mikilvægustu árum í lífeyrisgreiðslum og og er svo rukkað til dauðadags fyrir lántökur sínar. Hið opinbera veltir kostnaði við menntun sérfræðinga yfir á þá sjálfa því launaauki vegna menntunar er lítill, auk þess sem lífeyrir þeirra er skertur. Þetta kerfi hvetur ekki til langskólagöngu, en tryggir ómannsæmandi elliár og í raun atgervisflótta frá landinu. Það væri til mikilla bóta að fella niður eftirstöðvar lána við lífeyrisaldri, bjóða lán fyrir iðgjöldum í lífeyrissjóð, án vaxta. Fyrir okkur hin sem höfum greitt verðtryggð lán og 1% vexti eða þar um bil, þá er grundvallaratriði að fá leiðréttingu hækkunar höfuðstóls sem ríkið velti yfir á lánþega eftir "hrunið", við neitum að bera þannig ábyrgð á þeirri fjárglæpastarfsemi sem hér var stunduð. Fjárfesting okkar í námi er okkur mikilvægari en fjárfesting í húsnæði.

Afrita slóð á umsögn

#25 Sigurður Jóhannesson - 09.08.2019

Umsögn Hagfræðistofnunar um frumvarp til laga

um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna.

Meðal breytinga sem lagðar eru til á námslánum í frumvarpinu eru þessar:

[sjá töflu í pdf.skjali, sem fylgir í viðhengi]

Meðal annarra nýjunga í tillögunum:

● Ef námi lýkur á tilsettum tíma (sem nánar er skilgreindur) falla 30% láns niður í

námslok.

● Ráðherra er heimilt að ákveða ,,sérstaka tímabundna ívilnun“ við endurgreiðslur lána

ef ,,upplýsingar ligg[ja] fyrir um viðvarandi skort í starfsstétt eða að skortur sé

fyrirsjáanlegur“ og ívilnun leiðir til þess að þeir sem ljúka prófgráðu nýti hana til starfa

í starfstétt. Þá er ráðherra heimilt með auglýsingu að ákveða ,,sérstaka tímabundna

1ívilnun“ við endurgreiðslu lána ef fyrir liggur að lánþegi eigi heima í brothættri byggð

og nýti menntun sína þar.

● Fjölgað er í stjórn Stuðningssjóðs (sem nú heitir Lánasjóður), m.a. með því að bæta

við fulltrúa sem samtök launþega tilnefna. Skal hann gæta hagsmuna þeirra sem

lokið hafa námi og greiða af námslánum.

Athugasemdir:

Miklar breytingar felast í tillögunum, en kostnaðarmat fylgir þeim ekki, svo að séð verði. Hins

vegar er vísað í kostnaðarmat í umsögn um 22. grein. Þetta torveldar mat á áhrifum

frumvarpsins. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að talið er að undanfarin ár hafi

tæpur helmingur nýrra námslána, eða 47%, í reynd verið styrkur. Í heildarlánasafninu sé

styrkhlutfallið nokkru minna, eða 37%. Stuðningurinn felst annars vegar í því að útlánsvextir

eru lægri en vextir á lánum sem Lánasjóðurinn tekur og hins vegar í því að lán eru ekki

greidd upp. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að endurgreiðslur lána standi undir lánunum og að

ríkið greiði ekki niður vexti, eins og nú. Hins vegar fellur hluti af höfuðstól lánanna niður, ef

nokkur skilyrði eru uppfyllt. Mestu munar að 30% láns falla niður ef námi lýkur á tilteknum

tíma, en auk þess eru veittar ívilnanir við endurgreiðslu lána ef nám er stundað í grein þar

sem skortur er á fólki eða ef lánþegi starfar í brothættri byggð. En þar sem mat á kostnaði

við ný lög liggur ekki fyrir er ekki ljóst hvort ívilnanir af þessu tagi vega þyngra en breytingar

til hins verra fyrir námsmenn, þ.e. hærri vextir, að endurgreiðslur byrja fyrr og að lán fólks

sem lýkur námi eftir 35 ára aldur verða alltaf jafngreiðslulán, óháð tekjum.

Sú aðferð að miða endurgreiðslur lána við tekjur gerir það að verkum að námsmenn taka

minni áhættu með því að taka lánin en ella. Fólk sem ekki á sterka bakhjarla á auðveldara

með að hefja langt nám. En þessi háttur á endurgreiðslum verður líka til þess að fólk getur

farið í dýrt nám, sem vitað er að allajafna leiðir ekki til góðra launa, án þess að hafa áhyggjur

af endurgreiðslum. Fólk getur þannig fengið mikinn styrk úr kerfinu, sem að miklu leyti ræðst

af ákvörðunum sem það tekur sjálft. Dregið er úr þessu með því að herða reglur um

endurgreiðslur á lánum, en jafnframt er ráðherra gefin heimild til þess að slaka á

endurgreiðslureglum í tilteknum námsgreinum eða hjá þeim sem hyggjast starfa á tilteknum

svæðum. Segja má að vald til þess að veita styrki í kerfinu færist með þessu að nokkru frá

lánþegum sjálfum til ráðherrans. Rétt er þó að benda á, að þótt endurgreiðslur eigi að jafnaði

að standa undir lánum munu ekki allir lánþegar endurgreiða lán sín að fullu í nýju kerfi.

Kostnaður af því leggst á aðra lánþega Stuðningssjóðsins, því að álagi á vexti er ætlað að

standa undir lánum sem tapast.

Ákvæði um að 30% af höfuðstól falli niður ef námi lýkur innan tiltekins tíma verður án efa

mörgum hvatning til þess að ljúka námi. En vafalaust þykir ýmsum líka ósanngjarnt að eins

misseris munur á námslengd, umfram svigrúm sem veitt er, valdi svo miklum mun á

lánskjörum. Margt getur valdið töfum á námslokum. Fast verður sótt í undanþágur frá

ákvæðunum og erfitt verðum að úrskurða um hvaða ástæður fyrir töfum á námi eru

málefnalegar. Þrýst verður á skólayfirvöld að ,,hleypa fólki í gegn“ sem er á mörkum þess að

standast lágmarkskröfur um kunnáttu, svo að lánakostnaður þess vaxi ekki stórlega. Ákvæði

um afslátt af láni gæti því reynst erfitt í framkvæmd.

2Erfitt gæti reynst að framfylgja fleiri ákvæðum í frumvarpsdrögunum. Til dæmis gera ekki allir

námsmenn sér ljóst hvenær þeir munu ljúka námi. Ef prófgráða næst ekki á því ári sem

námsmaður verður 35 ára breytast öll námslán hans fram að því í jafngreiðslulán, sem hann

greiðir af óháð tekjum. Lánskjör eru því óljós fram að námslokum. Ekki virðist gert ráð fyrir

undanþágum frá þessu ákvæði. Gera má ráð fyrir að endurgreiðslur af jafngreiðslulánum

verði sumum þungbærar. Þar sem sá háttur er á endurgreiðslum á námslánum er alltaf

nokkuð um að menn ráði ekki við þær (Hagfræðistofnun, 2016, Frumvarp um námslán og

námsstyrki, bls. 10-11). Skuldarar geta ekki losað sig við námslán með því að selja eign,

eins og íbúðakaupendur gera stundum. Fróðlegt er að skoða hverjir það eru helst sem þessi

breyting kemur niður á. Fyrr á árum var nokkuð um að konur hæfu háskólanám á

fertugsaldri, oft eftir að börn þeirra voru komin úr frumbernsku. Árið 2017 voru konur 69%

háskólanema á aldrinum 31 árs til fertugs, en konur voru þá 61% háskólanema á aldrinum

21 árs til þrítugs.

Samkvæmt frumvarpinu getur ráðherra veitt ívilnanir við endurgreiðslu námslána vegna

náms í tilteknum námsgreinum og til starfa á tilteknum svæðum. Hér er litið til fyrirmyndar frá

Noregi, þar sem kennarar fá felldan niður hluta námslána ef þeir vinna í Finnmörk eða

Norður-Tromsfylki í ár eða lengur. Í greinargerð kemur fram að ný lög eigi að styðja við

markmið stjórnvalda um að draga úr skorti á kennurum og heilbrigðisstarfsfólki og efla nám í

listum og starfsnám ýmiss konar. Ekki verður séð að afsláttur af námslánum sé

hagkvæmasta leiðin til þess að bæta úr skorti á kennurum eða hjúkrunarfræðingum. Ef fólk

vantar í tiltekinni grein liggur beinast við að hækka laun sem þar eru greidd. Árið 2017 vann

rétt rúmur helmingur kvenna sem stundað hafa nám í heilbrigðisvísindum í faginu

(Hagfræðistofnun, 2018. Greining á menntun, starfsstéttum og atvinnugreinum á

vinnumarkaði - stöðumat ,bls. 30). Þá unnu rúm 62% þeirra, sem stundað hafa kennaranám

eða uppeldisfræði, við kennslu (sama heimild, bls. 27). Af fólki sem stundað hefur nám í

listum og hönnun unnu árið 2017 aðeins 16-17% að sérfræðistörfum sem ætla má að séu í

þeirra sérgrein (sama heimild, bls. 31). Skortur á sérfræðingum í heilbrigðisvísindum,

kennslu eða listum stafar því tæpast af því að ekki hafi nógu margir lagt hafi þessar greinar

fyrir sig. Ef bæta á úr skortinum með því að útskrifa fleiri úr þessum greinum er kröftum

nemenda og kennara sóað. Miklu einfaldara er að stuðla að því að fleiri, sem lokið hafa námi

í þessum greinum, vinni við þær. Það verður aðeins gert með því að bæta starfskjör í

greinunum. Ef ekki er vilji til þess liggur beinast við að draga úr kröfum um menntun - til

dæmis með því að færa greinar af háskólastigi yfir á framhaldsskólastig. Um ívilnanir sem

bundnar eru skilyrði um vinnu í fallvöltum byggðum gildir svipað og um skort á fólki í

tilteknum greinum: Einfaldast er að bregðast við skorti á starfsfólki á afmörkuðum svæðum

með því að greiða staðaruppbót á laun.

Fjölgað er í stjórn sjóðsins, m.a. til þess að þeir sem greiða námslán fái þar rödd. Þar sem

greiðslur af lánum sumra lánþegar taka ekki lengur mið af tekjum þeirra má gera ráð fyrir að

að fleiri eigi í erfiðleikum með að endurgreiða námslán en áður. En óvíst er að fjölgun

stjórnarmanna breyti miklu um þann vanda. Ætla má að fulltrúar námsmanna líti nú þegar á

sig sem fulltrúa þeirra sem greiða af lánunum. Endurgreiðslur eru hluti af lánskjörum og

námsmenn eiga eftir að borga af þeim. Fjölgun í stjórn þyngir afgreiðslu mála. Ekki verður

séð að brýna nauðsyn beri til að gera þessa breytingu.

3Í frumvarpinu segir að ekki megi krefjast meira en 73% af fullri námsframvindu eða 44

eininga á ári til þess að lán sé veitt. Þetta er svipað og farið hefur verið fram á í

úthlutunarreglum (Lánasjóður íslenskra námsmanna, 2018, Úthlutunarreglur 2018-2019, bls.

9). Í 14. grein frumvarpsins eru taldar ýmsar ástæður fyrir undanþágu frá kröfum um

námsframvindu. Slík upptalning verður seint tæmandi en í lok hennar kemur fram að veita

megi undanþágur ,,af öðrum sambærilegum ástæðum“. Að hluta til verða undanþágur alltaf

að nokkru veittar að geðþótta starfsmanna Stuðningssjóðsins og stjórnar hans.

Gert er ráð fyrir að borgað verði af láninu mánaðarlega en nú er greitt tvisvar á ári af

námsláni. Hægt er að semja um hraðari greiðslur en ekki strjálli. Að auki ber lánþega að

greiða allan kostnað af innheimtu hverrar greiðslu. Sjálfsagt mun mörgum þykja þægilegt að

geta dreift greiðslum yfir allt árið en á móti koma kostnaður og fyrirhöfn við fleiri greiðslur en

áður.

Reykjavík, 9. ágúst 2019

Sigurður Jóhannesson,

forstöðumaður Hagfræðistofnunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#26 Berglind Jóna Hlynsdóttir - 09.08.2019

Sjá heildar umsögn mína í viðhengi, hér er eitt brot úr henni:

"Í framhaldi af þessu er það skýr krafa frá “Áhugafólk um stofnun Hagsmunasamtaka LÍN greiðenda” að leiðrétta þurfi lán þeirra sem lentu í hruninu, þar sem höfuðstólar hafa margfaldast langt umfram það sem eðlilegt er. Við eigum ekki að bera ábyrgð á þeirri fjárglæpastarfsemi sem hér var stunduð og eigum rétt á leiðréttingu rétt eins og heimilin. Mikilvægt er að fella niður amk 30% af þessum höfuðstólum og breyta öllum lánum þannig að þau falli niður við ellilífeyris aldur 65-67ára. Einnig er mikilvægt að hægt verði að fjarlægja ábyrgðamenn af námslánum afturvirkt. Þessar breytingar verður að gera strax."

Berglind Jóna Hlynsdóttir,

Myndlistamaður og stundakennari við Listaháskóla Íslands

MA í myndlist frá Valand, Gautaborgar háskóla 2010

BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2006

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#27 Háskóli Íslands - 09.08.2019

Umsögn Háskóla Íslands um frumvarp til laga um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, 150. löggjafarþing, frá menntamálaráðherra

Háskóla Íslands fagnar því að lög um námsaðstoð skuli tekin til gagngerrar endurskoðunar og að horft sé til þess sem vel er gert í þessum efnum í nágrannalöndum okkar. Þá líst Háskólanum vel á að hluti af námsaðstoðinni verði í formi styrkja. Í námslánum samkvæmt núverandi kerfi reynist hluti lánanna vissulega vera styrkur, en í augum námsmanna er óljóst nú hvað styrkurinn er stór hluti lánanna auk þess sem hvatarnir til að fá styrki snúa almennt ekki að því að hraða námsframvindu og minnka brotthvarf. Að mati Háskólans er æskilegt að gert sé sýnilegra hvaða hluti aðstoðarinnar er styrkur og hvað er lán. Í eftirfarandi athugasemdum Háskólans hafa m.a. verið hafðar til hliðsjónar athugasemdir sem Hagfræðistofnun skólans mun senda inn á samráðsgáttina.

Einn vandi nemenda við framhalds- og háskóla á Íslandi hefur löngum verið mikil vinna með námi (sjá niðurstöður könnunarinnar Eurostudent VI https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2d86daef-4fb1-11e8-942b-005056bc530c), en hún kemur að öllu jöfnu niður á námsárangri. Námsaðstoðarkerfið þarf að vera með þeim hætti að fýsilegra sé fyrir nemendur að gefa sig alla að náminu í stað þess að vinna með því. Þannig má að öllum líkindum stytta þann tíma sem þarf til að ljúka námi og, sem ekki er síður um vert, draga úr brotthvarfi nemenda úr námi.

Ljóst er að ýmsar breytingar eru námsmönnum í vil. Mest munar um að 30% láns falla niður ef námi lýkur á tilteknum tíma. Sá hvati, sem nemendur hafa til að ljúka námi á tilsettum tíma, er æskilegur og til þess fallinn að bæta námsframvindu þeirra. En þar sem mat á kostnaði við ný lög liggur ekki fyrir er ekki ljóst hvort þetta vegur þyngra en breytingar til hins verra fyrir námsmenn, þ.e. að ekkert fast hámark er á vöxtum, endurgreiðslur byrja fyrr og eru hærri en áður og að lán fólks sem lýkur námi eftir 35 ára aldur verða alltaf jafngreiðslulán, óháð tekjum.

Kostnaðarmat fylgir ekki frumvarpinu, svo að séð verði. Á hinn bóginn er vísað í kostnaðarmat í umsögn um 22. grein. Þetta torveldar mat á áhrifum frumvarpsins. Þá væri til bóta ef birtar yrðu upplýsingar um áætlaða greiðslubyrði nemenda af námlánum að námi loknu og samanburð á greiðslubyrði samkvæmt frumvarpinu annars vegar og eldri lögum hins vegar. Þessi samanburður þyrfti að sýna greiðslubyrði nemenda sem ljúka námi á tilskildum tíma til að fá niðurfellingu á hluta námsláns annars vegar og nemenda sem ekki njóta slíkrar niðurfellingar hins vegar, auk greiðslubyrði af jafngreiðslulánum fyrir báða hópa. Þá væri til bóta að birtar yrðu upplýsingar um hver áætlaður styrkur ríkisins af útlánum hvers árs yrði eftir lagabreytingarnar, en í greinagerðinni kemur fram að þessi styrkur er áætlaður 47% í dag.

Ákvæði um að 30% af höfuðstól falli niður ef námi lýkur innan tiltekins tíma verður án efa mörgum hvatning til þess að ljúka námi á tilsettum tíma eins og áður sagði. Þetta ákvæði getur á hinn bóginn verið erfitt í framkvæmd og kallað á mörg álitamál þegar skera þarf úr um undanþágur hafi nemandi tafist í námi. Þá getur þetta ákvæði, þar sem um töluverðar fjárhæðir getur verið að ræða, einnig kallað á auknar kröfur nemenda á háskólana, t.d. um rýmri reglur um upptökupróf og rýmri skilafresti á verkefnum.

Erfitt gæti reynst að framfylgja fleiri ákvæðum í frumvarpsdrögunum. Til dæmis gera ekki allir námsmenn sér ljóst hvenær þeir munu ljúka námi. Ef prófgráða næst ekki á því ári sem námsmaður verður 35 ára breytast öll námslán hans fram að því í jafngreiðslulán, sem hann greiðir af óháð tekjum. Lánskjör eru því óljós fram að námslokum, en gera má ráð fyrir að endurgreiðslur af jafngreiðslulánum verði sumum þungbærar. Þá er fróðlegt að skoða hverjir það eru helst sem þessi breyting kemur niður á. Fyrr á árum var nokkuð um að konur hæfu háskólanám á fertugsaldri, oft eftir að börn þeirra voru komin úr frumbernsku. Árið 2017 voru konur 69% háskólanema á aldrinum 31 árs til fertugs, en konur voru þá 61% háskólanema á aldrinum 21 árs til þrítugs.

Þá er óljóst hvort ívilnanir sem ráðherra er heimilt að veita við endurgreiðslu námslána vegna náms í tilteknum námsgreinum og til starfa á tilteknum svæðum nái þeim markmiðum sem stefnt er að þar sem ekki verður séð að afsláttur af námslánum sé hagkvæmasta leiðin til þess að bæta úr skorti í einstökum starfsgreinum. Ýmislegt bendir til þess að starfskjör hafi þar meira að segja.

Þá er rétt að benda á að ef vel á að vera þurfa stjórnvöld að safna ítarlegum upplýsingum um námsþátttöku þeirra hópa sem minnst er á í greinargerðinni að eigi erfiðara með að sækja nám, þ.e. einstæðra foreldra, námsmanna með barn á framfæri og námsmanna sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt greinargerðinni er það m.a. markmiðið með lagasetningunni að bæta stöðu þessara hópa sem er mjög jákvætt einkum í ljósi þess hve hátt hlutfall íslenskra háskólanema fellur í þennan hóp samanborið við aðra evrópska háskólanema (sjá niðurstöður Eurostudent VI). Til að hægt sé að ganga síðar úr skugga um að þetta markmið hafi náðst þarf að safna ítarlegum upplýsingum um núverandi stöðu.

Að lokum viljum við ítreka að Háskólinn fagnar því að lög um námsaðstoð skuli tekin til gagngerrar endurskoðunar. Á sama tíma ítrekar Háskólinn einnig mikilvægi þess að nákvæmt kostnaðarmat sé gert þar sem ávinningur af nýja kerfinu fyrir mismunandi hópa sé gerður ljós. Sérstaklega sé hugað að því hvort breytingarnar muni hafa neikvæð áhrif á tiltekna hópa (t.d. eftir aldri, kyni, o.s.frv.) og hvort breytingar muni því ekki jafna aðgengi að námi heldur í einhverjum tilfellum mögulega hindra aðgengi vissra hópi miðað við núverandi kerfi.

Ábendingar varðandi einstakar greinar:

3. mgr. 2. gr.: Í málsgreininni er lán vegna skólagjalda skilyrt við að um sé að ræða 60 ECTS eininga nám á skólaári. Í athugasemdum kemur fram að skólagjaldalán geti verið veitt til sérnáms, aðfaranáms og háskólanáms. Þar sem ECTS einingar eru einungis notaðar í námi á háskólastigi þarf að umorða þessa málsgrein.

1.mgr. 6.gr.: Spyrja má hvort ekki sé nægilegt að tilgreina: „Námslán eru veitt til aðfaranáms fyrir háskólanám, sem nemur allt að 60 stöðluðum framhaldsskólaeiningum, sé námið samþykkt af ráðherra.“ í stað „Námslán eru veitt til aðfaranáms fyrir háskólanám, sem nemur allt að 60 stöðluðum framhaldsskólaeiningum, sé námið skipulagt af viðurkenndum háskóla og samþykkt af ráðherra, óháð því hvort námið fer fram innan háskóla eða innan viðurkennds skóla á framhaldsskólastigi á grundvelli samnings við viðurkenndan háskóla.“

2. mgr. 5.gr. og 2. mgr. 6. gr.: „Alþjóðlega viðurkenndir háskólar“ er óljóst orðalag, ekki liggur fyrir hvað átt er við með því. Almennt miða alþjóðasamningar við að háskólar séu viðurkenndir af menntamálayfirvöldum í því landi þar sem skólinn starfar.

3.mgr. 6.gr og 1 mgr. 7.gr.: Skoða má þessar málsgreinar í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur uppi um að auka þurfi aðgang starfsnámsbrauta að háskólanámi, sbr. frumvarp til laga nr. 1265 frá 2018-2019.

2. mgr. 7. gr.: Í upptalninguna vantar tölulið um að námsbrautin hafi verið staðfest af menntamálaráðherra.

4. mgr. 7. gr.: „Alþjóðlega viðurkennt nám“ er óljóst orðalag. Ekki liggur fyrir hvað átt er við með því. Þarna ætti frekar að standa: „...viðurkennt af menntamálayfirvöldum viðkomandi lands“.

2.mgr. 11.gr.: Búsetuákvæðið getur torveldað íslenskum nemendum aðgang að framhaldsnámi erlendis. Nemandi sem lokið hefur fjögurra ára grunnháskólanámi erlendis getur t.d. ekki haldið beint áfram í meistaranám erlendis, hann þyrfti samkvæmt ákvæðinu að koma heim og gera a.m.k. tveggja ára hlé á námi áður en hann getur haldið út aftur til meistaranáms. Hið sama getur gilt um aðgang að doktorsnámi erlendis. Þá er vert að geta þess að í einhverjum tilvikum geta nemendum staðið til boða störf erlendis að loknu námi sem búa þá frekar undir áframhaldandi nám, þetta ákvæði getur virkað letjandi á að nemendur grípi slík tækifæri.

3.mgr. 15. gr.: Ekki er samræmi í lengd náms og viðbótartímanum sem nemendur hafa til að ljúka námi og fá niðurfellingu hluta láns. Samkvæmt 1. tölulið fá nemendur sem stunda eins árs aðafaranám og eins árs starfsnám á fjórða stigi framhaldsskóla, eins árs viðbótartíma. Þetta þýðir að þeir fá niðurfellingu ljúki þeir náminu á tveimur árum, en samkvæmt 3. tölulið fá nemendur sem ljúka eins misseris til tveggja ára diplómanámi við háskóla einungis sex mánaða viðbótartíma.

1. mgr. 37.gr.: Samkvæmt málsgreininni er námsaðstoðin undanþegin staðgreiðslu opinberra gjalda. Skýrara væri að tilgreina að námsaðstoð frá Stuðningssjóðnum teljist ekki til skattskyldra tekna við ákvörðun tekjuskatts.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#28 Anna Kristín Pétursdóttir - 09.08.2019

Frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna

Mál nr. S-180/2019

Áhugafólk um stofnun Hagsmunasamtaka LÍN greiðenda”bendir á að leiðrétta þurfi lán þeirra sem lentu í hruninu, þar sem höfuðstólar hafa margfaldast langt umfram það sem eðlilegt er. Við eigum ekki að bera ábyrgð á þeirri fjárglæpastarfsemi sem hér var stunduð og eigum rétt á leiðréttingu rétt eins og heimilin. Þá er einnig mikilvægt að fella niður amk 30% af höfuðstólum þeirra lána sem lentu í mesta verðbólguæðinu sem skall á lántakendum á þessum tíma.

Og ekki síst þarf að breyta öllum lánum þannig að þau falli niður við ellilífeyris aldur 65-67ára. Einnig er mikilvægt að mögulegt verði að fjarlægja ábyrgðamenn af námslánum afturvirkt. Þessar breytingar verður að gera strax."

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#29 Alþýðusamband Íslands - 09.08.2019

Meðfyljandi er umsögn Alþýðusambands Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#30 Aðalsteinn Sigurðsson - 09.08.2019

Í viðhengi er umsögn Öryrkjabandalags Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#31 Anna María Gunnarsdóttir - 09.08.2019

Meðfylgjandi er Kennarasambands Íslands um frumvarp til laga um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna frá mennta og menningarmálaráðherra.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#32 Anna María Gunnarsdóttir - 09.08.2019

Meðfylgjandi er Kennarasambands Íslands um frumvarp til laga um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna frá mennta og menningarmálaráðherra.

Virðingarfyllst,

Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#33 Anna María Gunnarsdóttir - 09.08.2019

Meðfylgjandi er Kennarasambands Íslands um frumvarp til laga um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna frá mennta og menningarmálaráðherra.

Virðingarfyllst,

Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#34 Samtök atvinnulífsins - 09.08.2019

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um frumvarpið.

f.h. SA

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#35 Anna Kristín Pétursdóttir - 09.08.2019

Hjálagt er skjal með athugasemdum mínum við 17. grein frumvarpsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#36 Ragnar Víðir Reynisson - 09.08.2019

Umsögn áhugafólks um stofnun hagsmunasamtaka LÍN greiðenda er hægt að sjá í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#37 Jóhann Gunnar Þórarinsson - 09.08.2019

Umsögn stjórnar Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) við drög að frumvarpi til laga um SÍN -– Mál nr. S-180/2019 - birtist í Samráðsgátt stjórnvalda þann 09.07.2019

Virðingarfyllst

F.h. SÍNE

Jóhann Gunnar Þórarinsson

Stjórnarformaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#38 Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir - 10.08.2019

Umsögn send inn fyrir hönd Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi.

Viðhengi