Samráð fyrirhugað 09.07.2019—09.08.2019
Til umsagnar 09.07.2019—09.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 09.08.2019
Niðurstöður birtar

Frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna

Mál nr. S-180/2019 Birt: 09.07.2019 Síðast uppfært: 11.07.2019
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Háskólastig
  • Framhaldsskólastig

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 09.07.2019–09.08.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að innleitt verði nýtt námsstyrkjakerfi samhliða námslánakerfi. Markmiðið með nýju kerfi er að ganga skrefinu lengra í átt að því að tryggja hagsmuni námsmanna á Íslandi betur en gert hefur verið. Verði frumvarpið að lögum mun það leysa af hólmi gildandi lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna

Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lög hans tækifæri til náms án tillits til efnahags. Um hríð hefur legið fyrir að efna þurfi til heildstæðrar endurskoðunar á lögum um sjóðinn og bregðast við þeim breytingum sem hafa átt sér stað í menntakerfinu. Áhættugreiningar og ársskýrslur LÍN hafa til að mynda undirstrikað þörf fyrir breytingar á starfsemi hans. Á undanförnum árum hafa verið lögð fram tvö frumvörp til heildarlaga um sjóðinn og voru athugasemdir sem bárust við þau höfð til hliðsjónar við gerð þessa frumvarps. Við undirbúning þess var haft samráð við helstu hagaðila málsins, þar á meðal talið námsmannahreyfinguna.

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

· Nafni sjóðsins verður breytt í Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (SÍN).

· Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% af höfuðstóli námsláns þeirra. Styrkurinn er í formi niðurfellingar sem kemur til framkvæmda að námi loknu.

· Námsstyrkur verður veittur vegna framfærslu barna lánþega.

· Veitt er heimild til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána til lánþega sem búa og starfa í brothættum byggðum.

· Veitt er heimild til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána til lánþega vegna tiltekinna námsgreina, svo sem starfs- og verknáms og kennaranáms.

· Endurgreiðslutími námslána er almennt háður lántökufjárhæð en námslán skal ávallt vera að fullu greitt á 65 aldursári lánþega. Námslán greiðast með mánaðarlegum afborgunum í stað tveggja afborgana á ári hverju. Ljúki lánþegi námi fyrir 35 ára aldur getur hann valið hvort endurgreiðslan sé tekjutengd eða með jöfnum greiðslum.

· Nýmæli er að lánþegar geta valið við námslok um hvort þeir endurgreiði námslán með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi.

· Framfærsla námsmanna verður almennt sú sama á Íslandi og erlendis. Veitt er heimild til stjórnar SÍN um að bæta við staðaruppbót til erlendra lánþega í úthlutunarreglum sjóðsins, þ.e. viðbótarláni sem miðast við kostnað og aðrar sérstakar aðstæður á hverjum stað.

· Gert ráð fyrir að afborganir námslána ásamt álagi standi að fullu undir lánveitingum sem SÍN veitir.

· Lánshæfismatsnefnd verður falið að meta lánshæfi náms.

· Lögfest verður skýrari heimild til námslána vegna skólagjalda.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.