Samráð fyrirhugað 11.07.2019—30.08.2019
Til umsagnar 11.07.2019—30.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 30.08.2019
Niðurstöður birtar 12.11.2019

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða

Mál nr. 182/2019 Birt: 11.07.2019 Síðast uppfært: 12.11.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 11. júlí 2019. Frestur til að skila umsögnum var til 30. ágúst 2019. Sex umsagnir bárust, þ.e. frá SKR lögfræðiþjónustu slf., Benoit Cheron, Lánamálum ríkisins, Samtökum fjármálafyrirtækja, LOGOS slf. og FRAMÍS, samtaka framtaksfjárfesta.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 11.07.2019–30.08.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 12.11.2019.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til innleiðingar á tilskipun 2011/61/ESB um rekstraraðila sérhæfðra sjóða (AIFMD).

Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um starfsemi rekstraraðila sérhæfðra sjóða en engin heildstæð löggjöf er í gildi hér á landi um starfsemi þeirra. Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði tilskipunar 2011/61/ESB um rekstraraðila sérhæfðra sjóða (AIFMD) verði innleidd í íslenskan rétt.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem munu hafa áhrif á þá sem reka sérhæfða sjóði hér á landi en þau verða mismikil eftir stærð rekstraraðila. Fari starfsemin umfram ákveðin fjárhæðarmörk verða rekstraraðilar sérhæfðra sjóða starfsleyfisskyldir. Fyrir veitingu starfsleyfis eru ýmis skilyrði, s.s. um stofnframlag, eigið fé og skipulagskröfur. Áhrifin verða minni á smærri rekstraraðila undir fjárhæðarviðmiðum en þeir munu þurfa að skrá sig hjá Fjármálaeftirlitinu og uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Benoit Fabien Julien Cheron - 16.08.2019

To : Minister of Finance and Economic Affairs

Having worked extensively on AIFMD the last 6 years and in particular run an AIFM from A to Ö, I am pleased to provide my comments on that bill and to share my experience on the main pitfalls to anticipate to ensure a smooth implementation.

Kv.

Benoit Chéron

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Hákon Zimsen - 21.08.2019

Meðfylgjandi er umsögn Lánamála ríkisins um drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Virðingarfyllst,

Hákon Zimsen, lögfræðingur Lánamála ríkisins

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök fjármálafyrirtækja - 28.08.2019

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Ólafur Arinbjörn Sigurðsson - 30.08.2019

Meðfylgjandi er umsögn frá LOGOS slf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Helga Valfells - 30.08.2019

Umsögn FRAMÍS, samtaka framtaksfjárfesta í nýsköpun, um frumvarp til laga um rekstraraðila sérhæfða sjóða.

Afrita slóð á umsögn

#6 FRAMÍS - 02.09.2019

Umsögn FRAMÍS, samtaka framtaksfjárfesta í nýsköpun, um frumvarp til laga um rekstraraðila sérhæfða sjóða. Með viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Þórunn Ólafsdóttir - 13.09.2019

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða

Viðhengi