Samráð fyrirhugað 11.07.2019—26.08.2019
Til umsagnar 11.07.2019—26.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 26.08.2019
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða

Mál nr. S-182/2019 Birt: 11.07.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 11.07.2019–26.08.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til innleiðingar á tilskipun 2011/61/ESB um rekstraraðila sérhæfðra sjóða (AIFMD).

Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um starfsemi rekstraraðila sérhæfðra sjóða en engin heildstæð löggjöf er í gildi hér á landi um starfsemi þeirra. Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði tilskipunar 2011/61/ESB um rekstraraðila sérhæfðra sjóða (AIFMD) verði innleidd í íslenskan rétt.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem munu hafa áhrif á þá sem reka sérhæfða sjóði hér á landi en þau verða mismikil eftir stærð rekstraraðila. Fari starfsemin umfram ákveðin fjárhæðarmörk verða rekstraraðilar sérhæfðra sjóða starfsleyfisskyldir. Fyrir veitingu starfsleyfis eru ýmis skilyrði, s.s. um stofnframlag, eigið fé og skipulagskröfur. Áhrifin verða minni á smærri rekstraraðila undir fjárhæðarviðmiðum en þeir munu þurfa að skrá sig hjá Fjármálaeftirlitinu og uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.