Samráð fyrirhugað 12.07.2019—16.08.2019
Til umsagnar 12.07.2019—16.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 16.08.2019
Niðurstöður birtar

Áform um frumvarp um breytingu á lögum nr. 33/2013 um neytendalán

Mál nr. S-183/2019 Birt: 12.07.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 12.07.2019–16.08.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja var skipaður með bréfi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dagsett 11. júlí 2018. Starfshópurinn skilaði skýrslu til ráðherra í janúar 2019.Með fyrirhuguðu frumvarpi er ætlað að bregðast við niðurstöðum þeirrar skýrslu

Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja var skipaður með bréfi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dagsett 11. júlí 2018. Starfshópurinn skilaði skýrslu til ráðherra í janúar 2019. Honum var ætlað að kortleggja umhverfi smálánafyrirtækja og bera það saman við lagalegt umhverfi í nágrannalöndum. Þá var hópnum falið að skilgreina hugtakið smálán, hvernig slík lán eru veitt, áhrif þeirra á neytendur og markaðinn. Loks skyldi starfshópurinn leggja mat á það hvort starfsemin ætti að vera starfsleyfisskyld og leggja fram tillögur til úrbóta á starfsumhverfi smálánafyrirtækja. Starfshópurinn taldi að hin eiginlegu smálán væru þau lán sem væru að valda mestum vanda hjá neytendum.

Starfshópurinn skilaði nokkrum tillögum til að þrengja að starfsemi þeirra. Hins vegar er mikilvægt að þrengja ekki veitingu löglegra neytendalána sem veitt eru í fjarsölu. Ráðherra var afhent skýrslan og þetta frumvarp er til þess að bregðast við þeirri skýrslu og útfæra þær tillögur sem starfshópurinn lagði til.

Með fyrirhuguðu frumvarpi er ætlað að bregðast við niðurstöðum fyrrgreindrar skýrslu

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.