Samráð fyrirhugað 12.07.2019—04.09.2019
Til umsagnar 12.07.2019—04.09.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 04.09.2019
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja

Mál nr. 185/2019 Birt: 12.07.2019 Síðast uppfært: 23.08.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (12.07.2019–04.09.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja til innleiðingar á tilskipun 2014/59/ESB um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.

Í frumvarpinu eru lögð til ný heildarlög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja sem innleiða ákvæði tilskipunar 2014/59/ESB. Frumvarpið er yfirgripsmikið og er því skipt upp í 5 þætti þar sem fjallað er um ferli skilameðferðar frá fyrirbyggjandi aðgerðum og undirbúningi skilameðferðar til ákvörðunartöku og framkvæmd á sjálfri skilameðferðinni. Í frumvarpinu er kveðið á um einingu innan Seðlabanka Íslands sem nefnist Skilavald og fer með undirbúning og framkvæmd skilameðferðar og sérstakt fjármögnunarfyrirkomulag sem hægt er að nýta við skilameðferð og nefnist Skilasjóður.

Jafnframt eru lagðar til einstakar breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sem byggja að hluta til á efni tilskipunarinnar og að hluta á því að frumvarpið kveður á um nýja heildarlöggjöf sem leysir ákveðnar eldri reglur um sama efni af hólmi. Þar að auki eru lagðar til afmarkaðar breytingar á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, vegna innbyrðis tengsla þeirra við ákvæði frumvarpsins.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samband íslenskra sparisjóða - 26.08.2019

Umsögn Sambands íslenskra sparisjóða um drög að frumvarpi til laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.

Viðhengi