Samráð fyrirhugað 12.07.2019—08.08.2019
Til umsagnar 12.07.2019—08.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 08.08.2019
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 (úthlutun tollkvóta)

Mál nr. S-186/2019 Birt: 12.07.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 12.07.2019–08.08.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 um breytingar á lagaumhverfi við úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lagaumhverfi við úthlutun tollkvóta. Markmið frumvarpsins er að stuðla að auknum ábata neytenda og að aukinni samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur. Jafnframt er markmið frumvarpsins að einfalda og skýra regluverk um úthlutun tollkvóta.

Í júní 2018 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fimm manna starfshóp um endurskoðun á regluverki um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara. Tilefni skipunar starfshópsins var tollasamningar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) sem tók gildi 1. maí 2018 þar sem tollkvótar fyrir landbúnaðarvörur voru auknir til muna. Hlutverk hópsins var að endurskoða núverandi fyrirkomulag við úthlutun tollkvóta og finna leiðir til þess að koma ávinningi sem skapast með tollkvótum í meira mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. Starfshópurinn tók til skoðunar regluverk um úthlutun tollkvóta í tengslum við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og aðrar aðferðir sem beitt er til að lækka tolla á innfluttum búvörum, til dæmis svokallaða „opna tollkvóta“. Í janúar 2019 skilaði hópurinn skýrslu til ráðherra og er frumvarpið unnið á grundvelli þeirra tillagna.

Helstu breytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu eru að útboðsferli tollkvóta þegar sótt er um meira magn en er í boði er breytt og skýrt. Þá eru lagðar til breytingar á úthlutun tollkvóta úr viðaukum IVA og B við tollalög og að ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara verði lögð niður samhliða þeim breytingum.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.