Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.7.–12.8.2019

2

Í vinnslu

  • 13.8.2019–27.5.2020

3

Samráði lokið

  • 28.5.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-187/2019

Birt: 12.7.2019

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að reglugerð um ríki-fyrir-ríki skýrslu

Niðurstöður

Engar athugasemdir bárust við reglugerðardrögin. Reglugerðin hefur verið birt og er nr. 766/2019.

Málsefni

Drög að nýrri reglugerð um ríki-fyrir-ríki skýrslu.

Nánari upplýsingar

Með breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (breytingalög nr. 112/2016), var ákvæði um ríki-fyrir-ríki skýrslur tekið upp í 91. gr. a. laganna. Efni ákvæðisins var byggt á leiðbeiningum OECD en þann 12. maí 2016 undirritaði Ísland samkomulag á vegum OECD um skipti á svokölluðum ríki-fyrir-ríki skýrslum um starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækjasamstæðna. Skýrslunum er ætlað að auðvelda skattyfirvöldum að fá yfirsýn yfir starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækjasamstæðna.

Ákvæði um skil á ríki-fyrir-ríki skýrslum byggja á mikilli samvinnu milli skattyfirvalda þvert á landamæri og er því mikilvægt að regluverk um skil sé samræmt. OECD hefur haft eftirlit með því að reglur þeirra ríkja sem undirritað hafa samkomulag um skipti á ríki-fyrir-ríki skýrslum fullnægi þeim viðmiðum sem sett hafa verið. OECD hefur nú gert athugasemdir við íslensku reglurnar og telur að skerpa þurfi á ákveðnum atriðum, svo sem ákvæðum um fjárhæðarviðmið vegna skila á ríki-fyrir-ríki skýrslum. Þá hefur verið gerð athugasemd við það að ekki séu ákvæði um skilaskyldu svokallaðra staðgöngufélaga móðurfélags.

Gerð var breyting á núgildandi ákvæði 91. gr. a. tekjuskattslaga með lögum nr. 38/2019 þar sem brugðist var við athugasemdum OECD að hluta. Markmið nýrrar reglugerðar um ríki-fyrir-ríki skýrslu er að bregðast við athugasemdum OECD að fullu til þess að tryggja að íslenskar reglur um ríki-fyrir-ríki skýrslur séu í samræmi við alþjóðleg viðmið.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

postur@fjr.is