Samráð fyrirhugað 12.07.2019—12.08.2019
Til umsagnar 12.07.2019—12.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 12.08.2019
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um ríki-fyrir-ríki skýrslu

Mál nr. 187/2019 Birt: 12.07.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (12.07.2019–12.08.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Drög að nýrri reglugerð um ríki-fyrir-ríki skýrslu.

Með breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (breytingalög nr. 112/2016), var ákvæði um ríki-fyrir-ríki skýrslur tekið upp í 91. gr. a. laganna. Efni ákvæðisins var byggt á leiðbeiningum OECD en þann 12. maí 2016 undirritaði Ísland samkomulag á vegum OECD um skipti á svokölluðum ríki-fyrir-ríki skýrslum um starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækjasamstæðna. Skýrslunum er ætlað að auðvelda skattyfirvöldum að fá yfirsýn yfir starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækjasamstæðna.

Ákvæði um skil á ríki-fyrir-ríki skýrslum byggja á mikilli samvinnu milli skattyfirvalda þvert á landamæri og er því mikilvægt að regluverk um skil sé samræmt. OECD hefur haft eftirlit með því að reglur þeirra ríkja sem undirritað hafa samkomulag um skipti á ríki-fyrir-ríki skýrslum fullnægi þeim viðmiðum sem sett hafa verið. OECD hefur nú gert athugasemdir við íslensku reglurnar og telur að skerpa þurfi á ákveðnum atriðum, svo sem ákvæðum um fjárhæðarviðmið vegna skila á ríki-fyrir-ríki skýrslum. Þá hefur verið gerð athugasemd við það að ekki séu ákvæði um skilaskyldu svokallaðra staðgöngufélaga móðurfélags.

Gerð var breyting á núgildandi ákvæði 91. gr. a. tekjuskattslaga með lögum nr. 38/2019 þar sem brugðist var við athugasemdum OECD að hluta. Markmið nýrrar reglugerðar um ríki-fyrir-ríki skýrslu er að bregðast við athugasemdum OECD að fullu til þess að tryggja að íslenskar reglur um ríki-fyrir-ríki skýrslur séu í samræmi við alþjóðleg viðmið.